Hvað á fyrirbærið að heita? „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 11:00 Jürgen Klopp og leikmenn Liverpool að fagna marki í lok leiksins um helgina. Samsett mynd/Getty/Marc Atkins Liverpool liðið hefur nú komið til baka í fjórum leikjum á stuttum tíma og það er ekkert skrýtið að menn séu farnir að bera þetta Liverpool lið saman við Fergie-tímann á níunda og tíunda áratugnum. Liverpool er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar en á 86 mínútu leiks liðsins á móti Aston Villa leit út fyrir að liðið færi bara með þriggja stiga forystu inn í stórleikinn á móti Manchester City um næstu helgi. Það boðar kannski ekki gott að Liverpool liðið sé farið að stunda það að bjarga sér fyrir horn en það sýnir jafnframt karakter og styrk að ná því leik eftir leik. Heppni eða hæfileikar, það verður alltaf stóra spurningin.Fergie Time is dead, long live Klopp O'Clock, writes @NeilHumphreys#Fergietime#Liverpool#Klopphttps://t.co/h7SRZThIax — The New Paper (@thenewpaper) November 4, 2019 Margir knattspyrnusérfræðingar eru að velta þessum endurkomum Liverpool liðsins fyrir sér eftir enn eina slíka á móti Aston Villa á Villa Park um helgina. Liverpool skoraði þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótatíma en markaskorarinn Sadio Mane hafði einnig skorða sigurmark á móti Leicester City á fimmtu mínútu í uppbótatíma fyrir ekki svo löngu síðan. Hugtakið Fergie-tími er vel þekkt meðal knattspyrnuáhugamanna enda snéru lið Sir Alex Ferguson oft við leikjum á lokamínútunum á gullaldarárum United liðsins undir stjórn Skotans sigursæla. Fergie-tími var líka tilraun til að lýsa pressunni sem lið Sir Alex setti á mótherja sína þegar liðið þurfti mörk á lokamínútum leikja.James - Forget Fergie time. Liverpool leave it late again to strike in Kloppage time! https://t.co/E7KJ5e8Brwpic.twitter.com/ZNvAJKbk6d — Aston Villa All News (@AVFCAllNews) November 4, 2019 Það er einmitt þessi pressa sem menn sjá svo greinilega í síðustu leikjum Liverpool. Liðið hefur sett allt á fullt í lok leikjanna og það hefur skilað liðinu mörgum stigum og þar með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri vissulega auðveldast að breyta bara Fergie-tíma í Klopp-tíma til að búa til viðurnefni fyrir endurkomur Liverpool liðsins í vetur en menn vilja þó vera eitthvað frumlegri en það. Margir pennar hafa velt því fyrir sér hvað þetta fyrirbæri eigi að heita. Tvær skemmtilegustu tillögurnar eru kannski að kalla þetta „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ upp á ensku. Báðar eru þetta skemmtilegar útfærslur á enskri tungu sem ensku blöðin munu eflaust nýta sér haldi Liverpool áfram að breyta töpum í jafntefli og sigra.Hér fyrir neðan má sjá aðeins meira um endurkomur Liverpool á leiktíðinni. Endurkomur Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 14. september á móti Newcastle - lenti 1-0 undir á 7. mínútu en vann leikinn 3-1 (+ 3 stig) 20. október á móti Manchester United - lenti 1-0 undir á 36. mínútu en náði 1-1 jafntefli (+ 1 stig) 27. október á móti Tottenham - lenti 1-0 undir á 1. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig) 2. nóvember á móti Aston Villa - lenti 1-0 undir á 21. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig)Mikilvæg mörk Liverpool liðsins í blálokin í nokkrum leikjum á tímabilinu: 90.+5 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Leicester City 85. mín. - Adam Lallana með jöfnunarmark á móti Manchester United 87. mín. - Andrew Robertsson með jöfnunarmark á móti Aston Villa 90.+4 mín. - Divock Origi með jöfnunarmark á móti Arsenal (deildabikar) 90.+4 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Aston Villa Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Liverpool liðið hefur nú komið til baka í fjórum leikjum á stuttum tíma og það er ekkert skrýtið að menn séu farnir að bera þetta Liverpool lið saman við Fergie-tímann á níunda og tíunda áratugnum. Liverpool er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar en á 86 mínútu leiks liðsins á móti Aston Villa leit út fyrir að liðið færi bara með þriggja stiga forystu inn í stórleikinn á móti Manchester City um næstu helgi. Það boðar kannski ekki gott að Liverpool liðið sé farið að stunda það að bjarga sér fyrir horn en það sýnir jafnframt karakter og styrk að ná því leik eftir leik. Heppni eða hæfileikar, það verður alltaf stóra spurningin.Fergie Time is dead, long live Klopp O'Clock, writes @NeilHumphreys#Fergietime#Liverpool#Klopphttps://t.co/h7SRZThIax — The New Paper (@thenewpaper) November 4, 2019 Margir knattspyrnusérfræðingar eru að velta þessum endurkomum Liverpool liðsins fyrir sér eftir enn eina slíka á móti Aston Villa á Villa Park um helgina. Liverpool skoraði þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótatíma en markaskorarinn Sadio Mane hafði einnig skorða sigurmark á móti Leicester City á fimmtu mínútu í uppbótatíma fyrir ekki svo löngu síðan. Hugtakið Fergie-tími er vel þekkt meðal knattspyrnuáhugamanna enda snéru lið Sir Alex Ferguson oft við leikjum á lokamínútunum á gullaldarárum United liðsins undir stjórn Skotans sigursæla. Fergie-tími var líka tilraun til að lýsa pressunni sem lið Sir Alex setti á mótherja sína þegar liðið þurfti mörk á lokamínútum leikja.James - Forget Fergie time. Liverpool leave it late again to strike in Kloppage time! https://t.co/E7KJ5e8Brwpic.twitter.com/ZNvAJKbk6d — Aston Villa All News (@AVFCAllNews) November 4, 2019 Það er einmitt þessi pressa sem menn sjá svo greinilega í síðustu leikjum Liverpool. Liðið hefur sett allt á fullt í lok leikjanna og það hefur skilað liðinu mörgum stigum og þar með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri vissulega auðveldast að breyta bara Fergie-tíma í Klopp-tíma til að búa til viðurnefni fyrir endurkomur Liverpool liðsins í vetur en menn vilja þó vera eitthvað frumlegri en það. Margir pennar hafa velt því fyrir sér hvað þetta fyrirbæri eigi að heita. Tvær skemmtilegustu tillögurnar eru kannski að kalla þetta „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ upp á ensku. Báðar eru þetta skemmtilegar útfærslur á enskri tungu sem ensku blöðin munu eflaust nýta sér haldi Liverpool áfram að breyta töpum í jafntefli og sigra.Hér fyrir neðan má sjá aðeins meira um endurkomur Liverpool á leiktíðinni. Endurkomur Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 14. september á móti Newcastle - lenti 1-0 undir á 7. mínútu en vann leikinn 3-1 (+ 3 stig) 20. október á móti Manchester United - lenti 1-0 undir á 36. mínútu en náði 1-1 jafntefli (+ 1 stig) 27. október á móti Tottenham - lenti 1-0 undir á 1. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig) 2. nóvember á móti Aston Villa - lenti 1-0 undir á 21. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig)Mikilvæg mörk Liverpool liðsins í blálokin í nokkrum leikjum á tímabilinu: 90.+5 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Leicester City 85. mín. - Adam Lallana með jöfnunarmark á móti Manchester United 87. mín. - Andrew Robertsson með jöfnunarmark á móti Aston Villa 90.+4 mín. - Divock Origi með jöfnunarmark á móti Arsenal (deildabikar) 90.+4 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Aston Villa
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira