Hvað á fyrirbærið að heita? „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 11:00 Jürgen Klopp og leikmenn Liverpool að fagna marki í lok leiksins um helgina. Samsett mynd/Getty/Marc Atkins Liverpool liðið hefur nú komið til baka í fjórum leikjum á stuttum tíma og það er ekkert skrýtið að menn séu farnir að bera þetta Liverpool lið saman við Fergie-tímann á níunda og tíunda áratugnum. Liverpool er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar en á 86 mínútu leiks liðsins á móti Aston Villa leit út fyrir að liðið færi bara með þriggja stiga forystu inn í stórleikinn á móti Manchester City um næstu helgi. Það boðar kannski ekki gott að Liverpool liðið sé farið að stunda það að bjarga sér fyrir horn en það sýnir jafnframt karakter og styrk að ná því leik eftir leik. Heppni eða hæfileikar, það verður alltaf stóra spurningin.Fergie Time is dead, long live Klopp O'Clock, writes @NeilHumphreys#Fergietime#Liverpool#Klopphttps://t.co/h7SRZThIax — The New Paper (@thenewpaper) November 4, 2019 Margir knattspyrnusérfræðingar eru að velta þessum endurkomum Liverpool liðsins fyrir sér eftir enn eina slíka á móti Aston Villa á Villa Park um helgina. Liverpool skoraði þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótatíma en markaskorarinn Sadio Mane hafði einnig skorða sigurmark á móti Leicester City á fimmtu mínútu í uppbótatíma fyrir ekki svo löngu síðan. Hugtakið Fergie-tími er vel þekkt meðal knattspyrnuáhugamanna enda snéru lið Sir Alex Ferguson oft við leikjum á lokamínútunum á gullaldarárum United liðsins undir stjórn Skotans sigursæla. Fergie-tími var líka tilraun til að lýsa pressunni sem lið Sir Alex setti á mótherja sína þegar liðið þurfti mörk á lokamínútum leikja.James - Forget Fergie time. Liverpool leave it late again to strike in Kloppage time! https://t.co/E7KJ5e8Brwpic.twitter.com/ZNvAJKbk6d — Aston Villa All News (@AVFCAllNews) November 4, 2019 Það er einmitt þessi pressa sem menn sjá svo greinilega í síðustu leikjum Liverpool. Liðið hefur sett allt á fullt í lok leikjanna og það hefur skilað liðinu mörgum stigum og þar með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri vissulega auðveldast að breyta bara Fergie-tíma í Klopp-tíma til að búa til viðurnefni fyrir endurkomur Liverpool liðsins í vetur en menn vilja þó vera eitthvað frumlegri en það. Margir pennar hafa velt því fyrir sér hvað þetta fyrirbæri eigi að heita. Tvær skemmtilegustu tillögurnar eru kannski að kalla þetta „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ upp á ensku. Báðar eru þetta skemmtilegar útfærslur á enskri tungu sem ensku blöðin munu eflaust nýta sér haldi Liverpool áfram að breyta töpum í jafntefli og sigra.Hér fyrir neðan má sjá aðeins meira um endurkomur Liverpool á leiktíðinni. Endurkomur Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 14. september á móti Newcastle - lenti 1-0 undir á 7. mínútu en vann leikinn 3-1 (+ 3 stig) 20. október á móti Manchester United - lenti 1-0 undir á 36. mínútu en náði 1-1 jafntefli (+ 1 stig) 27. október á móti Tottenham - lenti 1-0 undir á 1. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig) 2. nóvember á móti Aston Villa - lenti 1-0 undir á 21. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig)Mikilvæg mörk Liverpool liðsins í blálokin í nokkrum leikjum á tímabilinu: 90.+5 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Leicester City 85. mín. - Adam Lallana með jöfnunarmark á móti Manchester United 87. mín. - Andrew Robertsson með jöfnunarmark á móti Aston Villa 90.+4 mín. - Divock Origi með jöfnunarmark á móti Arsenal (deildabikar) 90.+4 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Aston Villa Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Liverpool liðið hefur nú komið til baka í fjórum leikjum á stuttum tíma og það er ekkert skrýtið að menn séu farnir að bera þetta Liverpool lið saman við Fergie-tímann á níunda og tíunda áratugnum. Liverpool er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar en á 86 mínútu leiks liðsins á móti Aston Villa leit út fyrir að liðið færi bara með þriggja stiga forystu inn í stórleikinn á móti Manchester City um næstu helgi. Það boðar kannski ekki gott að Liverpool liðið sé farið að stunda það að bjarga sér fyrir horn en það sýnir jafnframt karakter og styrk að ná því leik eftir leik. Heppni eða hæfileikar, það verður alltaf stóra spurningin.Fergie Time is dead, long live Klopp O'Clock, writes @NeilHumphreys#Fergietime#Liverpool#Klopphttps://t.co/h7SRZThIax — The New Paper (@thenewpaper) November 4, 2019 Margir knattspyrnusérfræðingar eru að velta þessum endurkomum Liverpool liðsins fyrir sér eftir enn eina slíka á móti Aston Villa á Villa Park um helgina. Liverpool skoraði þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótatíma en markaskorarinn Sadio Mane hafði einnig skorða sigurmark á móti Leicester City á fimmtu mínútu í uppbótatíma fyrir ekki svo löngu síðan. Hugtakið Fergie-tími er vel þekkt meðal knattspyrnuáhugamanna enda snéru lið Sir Alex Ferguson oft við leikjum á lokamínútunum á gullaldarárum United liðsins undir stjórn Skotans sigursæla. Fergie-tími var líka tilraun til að lýsa pressunni sem lið Sir Alex setti á mótherja sína þegar liðið þurfti mörk á lokamínútum leikja.James - Forget Fergie time. Liverpool leave it late again to strike in Kloppage time! https://t.co/E7KJ5e8Brwpic.twitter.com/ZNvAJKbk6d — Aston Villa All News (@AVFCAllNews) November 4, 2019 Það er einmitt þessi pressa sem menn sjá svo greinilega í síðustu leikjum Liverpool. Liðið hefur sett allt á fullt í lok leikjanna og það hefur skilað liðinu mörgum stigum og þar með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri vissulega auðveldast að breyta bara Fergie-tíma í Klopp-tíma til að búa til viðurnefni fyrir endurkomur Liverpool liðsins í vetur en menn vilja þó vera eitthvað frumlegri en það. Margir pennar hafa velt því fyrir sér hvað þetta fyrirbæri eigi að heita. Tvær skemmtilegustu tillögurnar eru kannski að kalla þetta „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ upp á ensku. Báðar eru þetta skemmtilegar útfærslur á enskri tungu sem ensku blöðin munu eflaust nýta sér haldi Liverpool áfram að breyta töpum í jafntefli og sigra.Hér fyrir neðan má sjá aðeins meira um endurkomur Liverpool á leiktíðinni. Endurkomur Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 14. september á móti Newcastle - lenti 1-0 undir á 7. mínútu en vann leikinn 3-1 (+ 3 stig) 20. október á móti Manchester United - lenti 1-0 undir á 36. mínútu en náði 1-1 jafntefli (+ 1 stig) 27. október á móti Tottenham - lenti 1-0 undir á 1. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig) 2. nóvember á móti Aston Villa - lenti 1-0 undir á 21. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig)Mikilvæg mörk Liverpool liðsins í blálokin í nokkrum leikjum á tímabilinu: 90.+5 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Leicester City 85. mín. - Adam Lallana með jöfnunarmark á móti Manchester United 87. mín. - Andrew Robertsson með jöfnunarmark á móti Aston Villa 90.+4 mín. - Divock Origi með jöfnunarmark á móti Arsenal (deildabikar) 90.+4 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Aston Villa
Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira