Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem komu West Brom á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
West Brom tyllti sér á topp ensku B-deildarinnar með 0-2 útisigri á Stoke City í gær.

West Brom hefur aðeins tapað einum af fyrstu 15 leikjum sínum í B-deildinni og er með 30 stig á toppnum. Þar á eftir koma Preston, Leeds United og Swansea City, öll með 28 stig.

Það gengur hins vegar hvorki né rekur hjá Stoke sem er á botni deildarinnar með átta stig, sex stigum frá öruggu sæti. Nathan Jones var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra í síðustu viku og Stoke hefur ekki enn fundið eftirmann hans.

Matt Phillips kom West Brom yfir á 8. mínútu í leiknum á Bet365 vellinum í gær og gestirnir leiddu í hálfleik, 0-1. Phillips er markahæsti leikmaður West Brom á tímabilinu með sex mörk.

Á 69. mínútu skoraði Hal Robson-Kanu svo annað mark West Brom úr vítaspyrnu og gulltryggði sigur gestanna.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×