Enski boltinn

Hugo Lloris þurfti að fara í aðgerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Lloris var sárþjáður eftir fallið.
Hugo Lloris var sárþjáður eftir fallið. Getty/Bryn Lennon
Hugo Lloris, markvörður Tottenham og heimsmeistara Frakka, þurfti að gangast undir aðgerð á olnboga vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik á móti Brighton í október.

Franski landsliðsmarkvörðurinn missti jafnvægið eftir að honum mistókst að grípa fyrirgjöf en í fyrstu héldu menn að hann þyrfti ekki að fara í aðgerð. Annað hefur nú komið í ljós.  





„Sérfræðingar ráðlögðu honum að fara í aðgerð eftir að þeir sáu að olnboginn var enn óstöðugur,“ segir í tilkynningu frá Tottenham.

„Fyrirliðinn okkar er áfram með það á stefnuskránni að byrja aftur að æfa snemma á næsta ári.“

Hugo Lloris þurfti á súrefni að halda eftir að hann fór úr olnbogaliðnum og var síðan borinn af velli og fluttur á sjúkrahús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×