Enski boltinn

Hugo Lloris þurfti að fara í aðgerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Lloris var sárþjáður eftir fallið.
Hugo Lloris var sárþjáður eftir fallið. Getty/Bryn Lennon

Hugo Lloris, markvörður Tottenham og heimsmeistara Frakka, þurfti að gangast undir aðgerð á olnboga vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik á móti Brighton í október.

Franski landsliðsmarkvörðurinn missti jafnvægið eftir að honum mistókst að grípa fyrirgjöf en í fyrstu héldu menn að hann þyrfti ekki að fara í aðgerð. Annað hefur nú komið í ljós.  „Sérfræðingar ráðlögðu honum að fara í aðgerð eftir að þeir sáu að olnboginn var enn óstöðugur,“ segir í tilkynningu frá Tottenham.

„Fyrirliðinn okkar er áfram með það á stefnuskránni að byrja aftur að æfa snemma á næsta ári.“

Hugo Lloris þurfti á súrefni að halda eftir að hann fór úr olnbogaliðnum og var síðan borinn af velli og fluttur á sjúkrahús.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.