Báturinn sem strandaði á Rifstanga á leið til Raufarhafnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:23 Frá strandstað á Rifstungu. landsbjörg Uppfært kl. 08:59 með eftirfarandi tilkynningu frá Landhelgisgæslunni: Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning á sjöunda tímanum í morgun um að línubátur væri strandaður við Rifstanga á Melrakkasléttu. Tveir voru um borð. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út sem og björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn auk sjóbjörgunarsveita á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá voru bátar sem voru í grenndinni einnig beðinn um að halda á vettvang. Rúmri klukkustund eftir strandið tókst björgunarskipinu Gunnbjörgu að draga línubátinn af strandstað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð sem og aðrar bjargir. Línubáturinn er nú á leið til Raufarhafnar. Björgunarsveitir af Norðausturlandi, björgunarbáturinn Gunnbjörg frá Raufarhöfn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út á sjötta tímanum í morgun vegna báts sem hafði strandað á Rifstanga, um 100 metra frá fjörunni. Tanginn er nyrst á Melrakkasléttu. Fyrst var greint frá málinu á vef Morgunblaðsins. Tveir menn eru um borð í bátnum að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, og komu fyrstu aðilar á vettvang upp úr klukkan 07:45. Annars vegar voru það björgunarsveitarmenn frá Raufarhöfn og hins vegar fiskveiðibáturinn Geir. Þá er björgunarbáturinn Gunnbjörg kominn á staðinn en þyrlu Landhelgisgæsluna sem lagði af stað úr Reykjavík var snúið við. Alltaf er hætta á ferðum þegar bátur strandar en að sögn Davíðs Más er mesta hættan nú yfirstaðin. Um klukkan 08:30 tókst björgunarskipinu að draga bátinn á flot en talið er að ekki sé kominn leki að bátnum. Því verður það athugað hvort báturinn geti siglt til heimahafnar á eigin vélarafli og verður honum þá fylgt af björgunarskipinu en ef það gengur ekki mun björgunarskipið draga bátinn til hafnar. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Norðurþing Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Uppfært kl. 08:59 með eftirfarandi tilkynningu frá Landhelgisgæslunni: Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning á sjöunda tímanum í morgun um að línubátur væri strandaður við Rifstanga á Melrakkasléttu. Tveir voru um borð. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út sem og björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn auk sjóbjörgunarsveita á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá voru bátar sem voru í grenndinni einnig beðinn um að halda á vettvang. Rúmri klukkustund eftir strandið tókst björgunarskipinu Gunnbjörgu að draga línubátinn af strandstað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð sem og aðrar bjargir. Línubáturinn er nú á leið til Raufarhafnar. Björgunarsveitir af Norðausturlandi, björgunarbáturinn Gunnbjörg frá Raufarhöfn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út á sjötta tímanum í morgun vegna báts sem hafði strandað á Rifstanga, um 100 metra frá fjörunni. Tanginn er nyrst á Melrakkasléttu. Fyrst var greint frá málinu á vef Morgunblaðsins. Tveir menn eru um borð í bátnum að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, og komu fyrstu aðilar á vettvang upp úr klukkan 07:45. Annars vegar voru það björgunarsveitarmenn frá Raufarhöfn og hins vegar fiskveiðibáturinn Geir. Þá er björgunarbáturinn Gunnbjörg kominn á staðinn en þyrlu Landhelgisgæsluna sem lagði af stað úr Reykjavík var snúið við. Alltaf er hætta á ferðum þegar bátur strandar en að sögn Davíðs Más er mesta hættan nú yfirstaðin. Um klukkan 08:30 tókst björgunarskipinu að draga bátinn á flot en talið er að ekki sé kominn leki að bátnum. Því verður það athugað hvort báturinn geti siglt til heimahafnar á eigin vélarafli og verður honum þá fylgt af björgunarskipinu en ef það gengur ekki mun björgunarskipið draga bátinn til hafnar.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Norðurþing Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira