Innlent

Kviknaði í sæng og kodda í Kópavogi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjölskylda með börn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.
Fjölskylda með börn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. Vísir/vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi í Kópavogi um klukkan þrjú í nótt. Þar hafði kviknað í sæng og kodda en þegar slökkviliðsmenn bar að garði var eldurinn slokknaður og aðeins lítilsháttar glóð í sænginni. Sængin var fjarlægð og íbúðin reykræst.

Fjölskylda með börn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en þeim varð ekki meint af að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Þau leituðu sjálf á slysadeild í kjölfarið til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi.

Að öðru leyti var mikill erill í sjúkraflutningum hjá slökkviliðinu í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.