Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Í kvöldfréttum verður farið yfir framkvæmd verkfalls blaðamanna í dag. Verkfallið er það fyrsta hjá starfstéttinni í rúma fjóra áratugi. Meint verkfallsbrot á mbl.is og RÚV verða kærð til félagsdóms.

Einnig segjum við frá mótmælum sem fóru fram í dómsmálaráðuneytinu vegna brottvísunar óléttar konu frá Albaníu í vikunni. Samtökin Réttur barna á flótta ætla að læra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint mannréttindabrot.

Í fréttatímanum förum við yfir veðrið en stormur gengur yfir suðvesturhornið fram á kvöld og von er á öðrum, öllu verri veðurhvelli á sunnudag.

Við segjum einnig frá því að Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun. Gatan er hluti af gömlu Hringbrautinni þar sem framkvæmdir við nýjan Landspítala fara fram. Verktakar hafa sprengt jarveg þúsund sinnum á framkvæmdatímanum.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.