Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Í kvöldfréttum verður farið yfir framkvæmd verkfalls blaðamanna í dag. Verkfallið er það fyrsta hjá starfstéttinni í rúma fjóra áratugi. Meint verkfallsbrot á mbl.is og RÚV verða kærð til félagsdóms.

Einnig segjum við frá mótmælum sem fóru fram í dómsmálaráðuneytinu vegna brottvísunar óléttar konu frá Albaníu í vikunni. Samtökin Réttur barna á flótta ætla að læra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint mannréttindabrot.

Í fréttatímanum förum við yfir veðrið en stormur gengur yfir suðvesturhornið fram á kvöld og von er á öðrum, öllu verri veðurhvelli á sunnudag.

Við segjum einnig frá því að Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun. Gatan er hluti af gömlu Hringbrautinni þar sem framkvæmdir við nýjan Landspítala fara fram. Verktakar hafa sprengt jarveg þúsund sinnum á framkvæmdatímanum.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×