Innlent

Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Blaðamenn á miðlunum þremur eru svo til allir félagar í Blaðamannafélagi Íslands.
Blaðamenn á miðlunum þremur eru svo til allir félagar í Blaðamannafélagi Íslands. Vísir

Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. Um er að ræða fyrstu aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi.

Verkfallsaðgerðin hefur þau áhrif að nýjar fréttir birtast ekki á Vísi, Mbl.is og Frettabladid.is milli klukkan 10 og 14 í dag. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins. 

Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri á Ríkisútvarpinu, segir aðgerðina í dag aðallega hafa áhrif á sjónvarpsvinnsluna því tveir af þremur myndatökumönnum eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.

Aðgerðir boðaðar næstu þrjár vikur

Náist ekki samningar munu sömu hópar leggja niður störf næstu tvo föstudaga, fyrst í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og svo í tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember.

Fréttir verða sagðar á Bylgjunni á heila tímanum eins og venjulega í dag. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30.

Vísir fer aftur í fullan gang um leið og klukkan slær 14. 

Blaðamenn Vísis eru félagar í Blaðamannafélaginu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.