Segir Miðflokkinn ekki stefna lengra til hægri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 18:47 Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki vera að stefna lengra til hægri í herferð sinni gegn ríkisbákninu. Hann vísar ásökunum um popúlisma á bug. Rétt rúmlega hundrað manns sóttu flokksráðsfund Miðflokksins í Reykjanesbæ í dag sem mun vera sá fjölmennasti í sögu flokksins. Í ræðu sinni fór formaður hörðum orðum um ríkisstjórnina. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess að gagnrýna þá til þess meðal annars að setja hlutina í samhengi, meðal annars við meginboðskapinn sem ég var með hér í dag varðandi breytingarnar sem þyrfti að gerast, varðandi kerfið og varðandi lýðræðið. Þetta er kerfisstjórn,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Sigmundur gekk svo langt í ræðu sinni í dag að segja lýðræðið vera hætt að virka. Flokkurinn hyggist nú skera upp herör gegn ríkisbákninu og hefur til að mynda auglýst eftir reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á kerfinu. „Burt með báknið“ er slagorð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum notað í gegnum tíðina en aðspurður segir Sigmundur Miðflokkinn ekki vera að færa sig lengra til hægri. „Nei, eins og ég útskýrið í ræðu minni hérna áðan þá er það sérstaklega mikilvægt fyrir þá tekjulægri í samfélaginu og minni fyrirtæki að árangur náist í baráttunni gegn bákninu og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn fékk tæp ellefu prósent atkvæða í þingkosningum 2017 en fylgið hefur vaxið síðan og hafa Miðflokkurinn og Samfylkingin mælst nærst stærsti flokkur landsins til skiptis í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn hefur verið sakaður um popúlisma en því vísar Sigmundur á bug. „Við höfum skilgreint okkur sem and-popúlískan flokk vegna þess að við eltum ekki tíðarandann hverju sinni, við bjóðum ekki upp á einfaldar lausnir heldur oft og tíðum flóknar lausnir,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki vera að stefna lengra til hægri í herferð sinni gegn ríkisbákninu. Hann vísar ásökunum um popúlisma á bug. Rétt rúmlega hundrað manns sóttu flokksráðsfund Miðflokksins í Reykjanesbæ í dag sem mun vera sá fjölmennasti í sögu flokksins. Í ræðu sinni fór formaður hörðum orðum um ríkisstjórnina. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess að gagnrýna þá til þess meðal annars að setja hlutina í samhengi, meðal annars við meginboðskapinn sem ég var með hér í dag varðandi breytingarnar sem þyrfti að gerast, varðandi kerfið og varðandi lýðræðið. Þetta er kerfisstjórn,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Sigmundur gekk svo langt í ræðu sinni í dag að segja lýðræðið vera hætt að virka. Flokkurinn hyggist nú skera upp herör gegn ríkisbákninu og hefur til að mynda auglýst eftir reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á kerfinu. „Burt með báknið“ er slagorð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum notað í gegnum tíðina en aðspurður segir Sigmundur Miðflokkinn ekki vera að færa sig lengra til hægri. „Nei, eins og ég útskýrið í ræðu minni hérna áðan þá er það sérstaklega mikilvægt fyrir þá tekjulægri í samfélaginu og minni fyrirtæki að árangur náist í baráttunni gegn bákninu og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn fékk tæp ellefu prósent atkvæða í þingkosningum 2017 en fylgið hefur vaxið síðan og hafa Miðflokkurinn og Samfylkingin mælst nærst stærsti flokkur landsins til skiptis í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn hefur verið sakaður um popúlisma en því vísar Sigmundur á bug. „Við höfum skilgreint okkur sem and-popúlískan flokk vegna þess að við eltum ekki tíðarandann hverju sinni, við bjóðum ekki upp á einfaldar lausnir heldur oft og tíðum flóknar lausnir,“ segir Sigmundur.
Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira