Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 17:06 Sigmundur Davíð hélt ræðu á flokksráðsfundi Miðflokksins í Reykjanesbæ. vísir/vilhelm Baráttan við ríkisbáknið var í brennidepli í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokksráðsfundi flokksins í Reykjanesbæ í dag. Miðflokkurinn leitar um þessar mundir að reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera kerfis. Í samtali við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigmundur vonast til þess að reynslusögurnar nýtist til þess að kortleggja þann vanda sem þingmenn Miðflokksins hafa orðið varir við að sé til staðar og í framhaldinu verði hægt að leita leiða til að leysa þann vanda. „Það kemur í framhaldi af því að ég og aðrir þingmenn höfum upplifað það á ferðum okkar og fundum að heyra endalaust af slíkum sögum. Við töldum rétt að reyna að ná einhverri heildarmynd, kortleggja vandann til þess að bregðast við honum,“ sagði Sigmundur Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Finna lausnirnar og framkvæmda þær Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Miðflokksins sagði Sigmundur Davíð að Íslendingar stæðu frammi fyrir þeim vanda að lýðræðið væri hætt að virka sem skildi og í raun væri það kerfið sem réði. „Við í Miðflokknum höfum kynnt að eitt af megináhersluefnum okkar næstu misseri verði að takast á við báknið og minnka það en gera kerfið um leið betur í stakk búið til að þjónusta almenning,“ sagði Sigmundur og bætti seinna við. „Það að okkur takist að vel upp er alveg sérstaklega mikilvægt fyrir tekjulægri hópa samfélagsins.“ Sigmundur sagði að á fyrsta sólarhringnum eftir að flokkurinn hóf að auglýsa eftir reynslusögum hafi tugir sagna borist. Þær verði skoðaðar auk þeirra sem enn eiga eftir að bætast við og afraksturinn muni svo birtast í formi lausna. Þá lýsti Sigmundur því hvernig samfélagið gæti litið út ef „skynsemi og vilji almennings hefði ráðið för.“ „Búið væri að greiða úr mestu umferðarteppum höfuðborgarsvæðisins og Sundabraut langt komin. Eldri borgarar gætu valið um að vinna lengur eða setjast í helgan stein og njóta sparnaðar og lífeyristekna án þess að skerðingar eyðilegðu drauma þeirra um efri árin. Og nú í desember fengju meira að segja börn í Reykjavík að halda litlu jólin. Við værum eitt samfélag, öflugra en nokkru sinni fyrr og betur í stakk búið að nýta hugkvæmni fólksins og gæði landsins öllum til heilla,“ sagði Sigmundur og lauk að lokum máli sínu með því að segja að Miðflokkurinn gæti skilað þeim árangri. Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Baráttan við ríkisbáknið var í brennidepli í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokksráðsfundi flokksins í Reykjanesbæ í dag. Miðflokkurinn leitar um þessar mundir að reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera kerfis. Í samtali við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigmundur vonast til þess að reynslusögurnar nýtist til þess að kortleggja þann vanda sem þingmenn Miðflokksins hafa orðið varir við að sé til staðar og í framhaldinu verði hægt að leita leiða til að leysa þann vanda. „Það kemur í framhaldi af því að ég og aðrir þingmenn höfum upplifað það á ferðum okkar og fundum að heyra endalaust af slíkum sögum. Við töldum rétt að reyna að ná einhverri heildarmynd, kortleggja vandann til þess að bregðast við honum,“ sagði Sigmundur Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Finna lausnirnar og framkvæmda þær Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Miðflokksins sagði Sigmundur Davíð að Íslendingar stæðu frammi fyrir þeim vanda að lýðræðið væri hætt að virka sem skildi og í raun væri það kerfið sem réði. „Við í Miðflokknum höfum kynnt að eitt af megináhersluefnum okkar næstu misseri verði að takast á við báknið og minnka það en gera kerfið um leið betur í stakk búið til að þjónusta almenning,“ sagði Sigmundur og bætti seinna við. „Það að okkur takist að vel upp er alveg sérstaklega mikilvægt fyrir tekjulægri hópa samfélagsins.“ Sigmundur sagði að á fyrsta sólarhringnum eftir að flokkurinn hóf að auglýsa eftir reynslusögum hafi tugir sagna borist. Þær verði skoðaðar auk þeirra sem enn eiga eftir að bætast við og afraksturinn muni svo birtast í formi lausna. Þá lýsti Sigmundur því hvernig samfélagið gæti litið út ef „skynsemi og vilji almennings hefði ráðið för.“ „Búið væri að greiða úr mestu umferðarteppum höfuðborgarsvæðisins og Sundabraut langt komin. Eldri borgarar gætu valið um að vinna lengur eða setjast í helgan stein og njóta sparnaðar og lífeyristekna án þess að skerðingar eyðilegðu drauma þeirra um efri árin. Og nú í desember fengju meira að segja börn í Reykjavík að halda litlu jólin. Við værum eitt samfélag, öflugra en nokkru sinni fyrr og betur í stakk búið að nýta hugkvæmni fólksins og gæði landsins öllum til heilla,“ sagði Sigmundur og lauk að lokum máli sínu með því að segja að Miðflokkurinn gæti skilað þeim árangri.
Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira