Innlent

Meira af því sama en hægari vindur

Atli Ísleifsson skrifar
Vegir eru að mestu greiðfærir en þó er nokkur hálka á Norðaustur- og Austurlandi.
Vegir eru að mestu greiðfærir en þó er nokkur hálka á Norðaustur- og Austurlandi. vísir/hanna
Veðurstofan spáir svipuðu veðri næsta sólarhringinn og verið hefur undanfarna tvo daga. Þó megi búist við hægari vindi. Spáð er suðvestan 3 til 10 metrum á sekúndu þar sem hvassast verður norðvestantil. Rigning eða súld á köflum, en þurrt að kalla á austanverðu landinu. Hiti verður víða tvö til sjö stig.Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ef það nái að létta til í birtingu eða sólsetri geti hitinn fallið niður undir frostmark og þá gæti borið á lúmskri hálku.„Um helgina er útlit fyrir austlæga átt. Hiti lengst af yfir frostmarki að deginum á láglendi og úrkoma einkum bundinn við austanvert landið, en er ekki útlit fyrir mikla úrkomu.“Vegir eru að mestu greiðfærir en þó er nokkur hálka á Norðaustur- og Austurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðvestan 3-8 m/s og rigning eða slydda með köflum, en þurrt að kalla fyrir austan. Snýst í norðan 5-10 með éljum NV-til um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.Á föstudag: Fremur hæg austlæg átt og stöku skúrir eða él, en hvessir syðst um kvöldið. Hiti um og yfir frostmarki, en kaldara inn til landsins.Á laugardag: Austanátt, víða 5-10 m/s, en 10-15 syðst. Úrkoma A-til og með S-ströndinni, en víða þurrt annars staðar. Hiti 0 til 5 stig á láglendi.Á sunnudag: Austan- og norðaustanátt. Él fyrir norðan og austan og rigning eða slydda á köflum SA-til, en annars yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi.Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir fremur kalda norðanátt með éljum um landið N-vert, en þurrt syðra.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.