Fótbolti

Vidal um Claudio Bravo: „Erum ekki vinir og verðum það ekki“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bravo og Vidal.
Bravo og Vidal. vísir/getty
Arturo Vidal, leikmaður Barcelona og landsliðs Síle, segir að hann og landsliðsmarkvörður Síle, Claudio Bravo, talist ekki saman.

Þeir voru á dögunum valdir saman í landsliðið í fyrsta skipti í tvö ár en Vidal hefur nú greint frá því að þeir talist ekki við.

Það á rætur sínur að rekja til ummæli konu Bravo fyrir HM 2018 en Síle mistókst að tryggja sér sæti á mótinu. Þar skrifaði Carla Lizana, kona Bravo, að nokkrir hafi lagt mikið á sig á meðan aðrir hafi verið fullir.

„Kona Bravo ásakaði okkur um að vera drukkna í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi og að við hefðum ekki getað æft vegna þess,“ sagði Vidal við El Mercurio dagblaðið í Síle. En verða þeir einhvern tímann vinir á ný?







„Einn af okkur verður að taka skrefið og það verður ekki ég því ég bjó ekki til þetta vandamál. Hann gaf allt sitt í verkefnið, eins og ég. Við erum ekki vinir og munum ekki verða en landsliðið er það mikilvægasta.“

Síle gerði markalaust jafntefli við Kólumbíu í október ásamt því að vinna 3-2 sigur á Gíneu. Bravo og Vidal spiluðu báða leikina.

„Ég hef sagt hluti við Bravo og ég ætla ekki að segja það við fjölmiðla. Ég er nægilega mikill maður til að segja þetta undir fjögur augu. Ég veit ekki hvort að hann hafi skilið það sem ég sagði en við höfum ekki talað saman síðan þá,“ sagði Vidal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×