Enski boltinn

Manchester-liðin fengu C og D-deildar­lið í enska deildar­bikarnum | Liver­pool heim­sækir Villa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær og lærisveinar hans eiga létt verkefni fyrir höndum, eða hvað?
Solskjær og lærisveinar hans eiga létt verkefni fyrir höndum, eða hvað? vísir/getty
Dregið var í átta liða úrslit enska deildarbikarsins í morgun eftir að síðustu leikir 16-liða úrslitanna fóru fram í gærkvöldi.

Leikur gærkvöldsins og umferðarinnar var klárlega leikur Liverpool og Arsenal en Liverpool komst áfram eftir vítaspyrnukeppni. Þeir mæta Aston Villa á útivelli í 8-liða úrslitunum, ef þeir mæta til leiks.

Manchester United fær D-deildarliðið Colchester United á heimavelli og Manchester City heimsækir C-deildarliðið Oxofrd.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton taka á móti Leicester á heimavelli en lærisveinar Brendan Rodgers hafa verið á rosalegu skriði að undanförnu á meðan Everton hefur verið í brasi.

Leikirnir fara fram í kringum 16. desember.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×