Innlent

Víglína kynlífs, peningaþvættis og hryðjuverka

Sylvía Hall skrifar

Á föstudag var Ísland sett á lista með ríkjum sem ekki hafa komið upp nægjanlegum vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, iðnaðarráðherra tók vel í að kanna frekari möguleika á ræktun iðnaðarhamps og Íslendingar voru hvattir til að leggja til rödd sína til þróunar hugbúnaðar þannig að tæki skilji íslensku. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Halldóru Mogensen þingflokksformann Pírata og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í dag til að ræða þessi mál og fleiri.

Heimildarmynd Hrafnhildar Gunnarsdóttur kvikmyndagerðarmanns í fimm hlutum um réttindabaráttu samkynhneigðra sem nú eru sýnd á Ríkissjónvarpinu hefur vakið mikla athygli. Hún kemur í Víglínuna til að ræða þau mál ásamt Ásu Ninnu Pétursdóttur blaðamanni á Vísi.  Hún hefur undanfarið fengið játningarbréf frá íslenskum karlmönnum um kynlífshegðun sína og birt viðtöl við karla sem giftir eru konum en eiga kynlíf með öðrum karlmönnum.  Kannski til marks um breytta tíma frá því kynlíf fólks af sama kyni var tabú til nútímans þar sem umræðan er mun opnari og aðstæður aðrar.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.