Erlent

At­kvæði greidd um nýja samninginn

Atli Ísleifsson skrifar
Boris Johnson var allt annað en sáttur með niðurstöðu þingfundar laugardagsins.
Boris Johnson var allt annað en sáttur með niðurstöðu þingfundar laugardagsins. Getty
Boris Johnson forsætisráðherra Breta ætlar að freista þess í dag að láta greiða atkvæði að nýju um samninginn sem hann náði við Evrópusambandið um Brexit og hvernig staðið verði að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Til stóð að gera það á laugardag en í stað þess samþykkti þingið breytingartillögu sem er á þá leið að ekki verði greidd atkvæði um samninginn, fyrr en búið er að laga allan lagabálk í kringum málið. Þetta sættir forsætisráðherrann sig ekki við og vill því reyna á aðra atkvæðagreiðslu.

Það verður undir John Bercow forseta þingsins komið hvort af slíkri atkvæðagreiðslu verður.

Frestun atkvæðagreiðslunnar um samninginn varð til þess að Johnson neyddist um helgina til að fara fram á enn einn frestinn í Brexit, þvert gegn eigin vilja. Hann sendi beiðnina til Evrópusambandsins en sleppti því að undirrita hana.

Johnson hefur einnig ítrekað að hann hyggist ætla með Breta út úr Evrópusambandinu þann 31. október, sama hvað.


Tengdar fréttir

Segir Boris hafa svarað efa­semda­mönnum

Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika þann 31. október.

Þinghóparnir gætu tvístrast

Stund sannleikans rennur upp í dag fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um hvort hann nær að koma útgöngusamningnum í gegnum breska þingið. Þrír hópar, sem skipta mestu máli, liggja nú yfir samningnum og gera upp hug sinn.

Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar

Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×