Erlent

Car­ter á sjúkra­hús eftir bein­brot

Atli Ísleifsson skrifar
Carter var 39. forseti Bandaríkjanna, gegndi embættinu á árunum 1977 til 1981.
Carter var 39. forseti Bandaríkjanna, gegndi embættinu á árunum 1977 til 1981. Getty

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hann mjaðmagrindarbrotnaði eftir fall á heimili sínu í Georgíuríki gærkvöldi. Þetta er i annað sinn í þessum mánuði sem Carter hrasar á heimili sínu og er sendur á sjúkrahús.

Reuters segir frá því að brotið hafi verið minniháttar. Talsmaður Carter segir hljóðið í forsetanum fyrrverandi vera gott og að hann hlakki til að jafna sig á heimili sínu. Sem stendur dvelji hann þó á Phoebe Sumter sjúkrahúsinu nærri Americus í Georgíu.

Carter var 39. forseti Bandaríkjanna, gegndi embættinu á árunum 1977 til 1981. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur orðið langlífari en Carter, sem nú er 95 ára gamall.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því Carter hafi hrasað á heimili sínu í bænum Plains og þurfti þá að sauma nokkur spor í andliti hans.

Carter hefur sinnt mannúðarstörfum eftir að hann lét af störfum sem forseti. Þannig hlaut hann friðarverðlaun Nóbels árið 2002 vegna starfa sinna við að vinna að friðsamlegum lausnum á alþjóðlegum deilum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.