Mbappé kom af bekknum og skoraði þrennu | Loks vann Real | Dybala bjargaði Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2019 21:30 Mbappé gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í kvöld. Vísir/Getty PSG valtaði yfir Brugge í síðari hálfleik Frakklandsmeistarar PSG áttu ekki í vandræðum með Club Brugge á útivelli í kvöld. Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 sigri gestanna. Þá vann Real Madrid 1-0 sigur á Galatasaray í Tyrklandi. Ángel Di Maria kom Paris Saint-Germain yfir strax á 7. mínútu eftir sendingu frá landa sínum Mauro Icardi. Brugge tókst að halda PSG í skefjum þangað til í hálfleik og staðan því enn 1-0 í hálfleik. Á 52. mínútu kom áðurnefndur Mbappé inn á og tók það hann aðeins níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í kvöld. Tveimur mínútum síðar hafði Mbappé svo lagt upp mark fyrir Icardi og staðan orðin 3-0. Mbappé skoraði svo tvívegis með fjögurra mínútna millibili eftir sendingar frá Di Maria undir lok leiks og tryggði þar með þrennu sína sem og 5-0 sigur gestanna frá París. Í Tyrklandi nældi Real Madrid svo í sinn fyrsta sigur í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni þökk sé marki Toni Kroos á 18. mínútu. Real getur reyndar þakkað markverði sínum Thibaut Courtois fyrir stigin þrjú í kvöld en sá belgíski hefur legið undir mikilli gagnrýni í vetur en hann svaraði því á vellinum í kvöld. Staðan í A-riðli er þannig að PSG er með fullt hús stiga þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Real Madrid kemur þar á eftir með fjögur stig, Club Brugge með tvö stig og Galatasary rekur svo lestina með eitt stig.Dybala kom Juventus til bjargarSíðari leikur D-riðils var viðureign Juventus og Lokomotiv Moskvu. Gestirnir frá Rússlandi komu eflaust sjálfum sér á óvart þegar þeir komust yfir á 30. mínútu leiksins, þar var að verki Aleksey Miranchuk og var staðan 1-0 Lokomotiv í vil allt þangað til á 77. mínútu leiksins er Paulo Dybala jafnaði metin með frábæru skoti sem endaði alveg út við stöng. Dybala var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið eftir að Guilherme Marinato, markvörður Lokomotiv, hafði varið langskot Alex Sandro. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Juventus er því á toppi D-riðils með sjö stig, líkt og Atletico Madrid eftir sigur spænska liðsins á Bayer Leverkusen fyrr í dag. Lokomotiv er í þriðja sæti með þrjú stig á meðan Leverkusen eru enn án stiga. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00 Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Sjá meira
PSG valtaði yfir Brugge í síðari hálfleik Frakklandsmeistarar PSG áttu ekki í vandræðum með Club Brugge á útivelli í kvöld. Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 sigri gestanna. Þá vann Real Madrid 1-0 sigur á Galatasaray í Tyrklandi. Ángel Di Maria kom Paris Saint-Germain yfir strax á 7. mínútu eftir sendingu frá landa sínum Mauro Icardi. Brugge tókst að halda PSG í skefjum þangað til í hálfleik og staðan því enn 1-0 í hálfleik. Á 52. mínútu kom áðurnefndur Mbappé inn á og tók það hann aðeins níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í kvöld. Tveimur mínútum síðar hafði Mbappé svo lagt upp mark fyrir Icardi og staðan orðin 3-0. Mbappé skoraði svo tvívegis með fjögurra mínútna millibili eftir sendingar frá Di Maria undir lok leiks og tryggði þar með þrennu sína sem og 5-0 sigur gestanna frá París. Í Tyrklandi nældi Real Madrid svo í sinn fyrsta sigur í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni þökk sé marki Toni Kroos á 18. mínútu. Real getur reyndar þakkað markverði sínum Thibaut Courtois fyrir stigin þrjú í kvöld en sá belgíski hefur legið undir mikilli gagnrýni í vetur en hann svaraði því á vellinum í kvöld. Staðan í A-riðli er þannig að PSG er með fullt hús stiga þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Real Madrid kemur þar á eftir með fjögur stig, Club Brugge með tvö stig og Galatasary rekur svo lestina með eitt stig.Dybala kom Juventus til bjargarSíðari leikur D-riðils var viðureign Juventus og Lokomotiv Moskvu. Gestirnir frá Rússlandi komu eflaust sjálfum sér á óvart þegar þeir komust yfir á 30. mínútu leiksins, þar var að verki Aleksey Miranchuk og var staðan 1-0 Lokomotiv í vil allt þangað til á 77. mínútu leiksins er Paulo Dybala jafnaði metin með frábæru skoti sem endaði alveg út við stöng. Dybala var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið eftir að Guilherme Marinato, markvörður Lokomotiv, hafði varið langskot Alex Sandro. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Juventus er því á toppi D-riðils með sjö stig, líkt og Atletico Madrid eftir sigur spænska liðsins á Bayer Leverkusen fyrr í dag. Lokomotiv er í þriðja sæti með þrjú stig á meðan Leverkusen eru enn án stiga.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00 Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Sjá meira
Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15
Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00
Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00