Rauða stjarnan réð ekkert við Tottenham | Bayern í basli í Grikklandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lamela fór mikinn er Tottenham vann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu
Lamela fór mikinn er Tottenham vann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu vísir/getty
Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 

Rauða Stjarnan sá aldrei til sólar

Heimamenn í Tottenham hófu leikinn af miklum krafti og enski stormsenterinn Harry Kane kom heimamönnum strax á níundi mínútu eftir sendingu Erik Lamela. Heung-Min Son bætti svo við öðru marki Tottenham aðeins sjö mínútum síðar, aftur var það Lamela sem átti stoðsendinguna.

Áður en fyrri hálfleikurinn var úti hafðu Son skorað sitt annað mark og þriðja mark Tottenham, staðan því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Lamela bætti svo við fjórða marki Tottenham á 57. mínútu og Kane því fimmta á 72. mínútu. Leikmenn Rauðu Stjörnunnar áttu engin svör við sóknarleik Tottenham og þá var varnarvinna leikmanna Rauðu Stjörnunnar ekki til útflutnings. 

Lewandowski kom, sá og skoraði

Í hinum leik riðilsins var Bayern Munich í heimsókn hjá Olympiacos í Grikklandi. Youssef El Arabi kom heimamönnum í Olympiacos nokkuð óvænt yfir á 23. mínútu leiksins með marki sem . Robert Lewandowski gat ekki verið minni maður og hann jafnaði metin fyrir gestina þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Fleiri urðu mörkin ekki áður en flautað var til hálfleiks. Lewandowski var svo aftur á ferðinni þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum og Þýskalandsmeistarar Bayern komnir í 2-1. 

Franski landsliðsmaðurinn Corentin Tolisso kom Bayern svo í 3-1 með góðu skoti eftir að knötturinn hrökk til hans rétt fyrir utan teig á 75. mínútu leiksins. Aðeins fjórum mínútum síðar minnkaði Guilherme muninn fyrir heimamenn með skoti lengst utan af velli sem hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í netið sem gerði Manuel Neuer ómögulegt fyrir í marki Bayern. 

Bayern eru sem fyrr á toppi B-riðils með fullt hús stiga þegar þremur umferðum er lokið. Tottenham kemur þar á eftir með fjögur stig. Þá er Rauða Stjarnan með þrjú stig og Olympiacos rekur lestina með eitt stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira