Erlent

Birta mynd af grunuðum morðingja Karolin Ha­kim

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn á myndinni er grunaður um morðið á Karolin Hakim.
Maðurinn á myndinni er grunaður um morðið á Karolin Hakim. Lögregla í Malmö

Lögreglan í Malmö hefur birt mynd af manni sem sagður er einn þeirra sem átti þátt í morðinu á hinni 31 árs Karolin Hakim þann 26. águst síðastliðinn. Karolin var læknir og hélt á ungbarni sínu þar sem hún var á gangi með manni sínum þegar hún var skotin í höfuðið.

Málið vakti mikla athygli og hefur lögregla nú leitað til almennings við að hafa uppi á manninum sem grunaður er um aðild að verknaðinum. Saksóknarar telja að ódæðismaðurinn hafi í raun ætlað sér að myrða eiginmann Karolin.

23 ára karlmaður hefur verið í gæsluvarðhaldi um nokkurt skeið vegna gruns um að tengjast morðinu. Enn hefur þó ekki tekist að hafa upp í manninum sem talinn er að hafi tekið í gikkinn. 

Áður hefur lögregla birt myndir af Mercedes-bíl sem talið er að morðinn hafi flúið í af vettvangi.

Barnsfaðir Karolin, sem talið eru að hafi verið raunverulegt skotmark árásarmannsins, er 35 ára gamall en hann hafði tengingar í undirheima Malmö. Árið 2010 var hann dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að Bröndby-ráninu þar sem ræningjar komust undan með 60 milljónir danskra króna í farteskinu. Kom maðurinn að skipulagningu ránsins ásamt því að vera einn af þeim sem frömdu það.

Lögregla í Malmö

Tengdar fréttir

Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki

Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.