Innlent

Annar handtekinn í tengslum við morðið á Karolin

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Karolin Hakim var skotin til bana í Malmö þann 26. ágúst síðastliðinn.
Karolin Hakim var skotin til bana í Malmö þann 26. ágúst síðastliðinn.
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í dag, grunaður um aðild að morðinu á Karolin Hakim. Maðurinn var yfirheyrður nú sídegis en hann neitar sök. Morðið á Hakim hefur vakið mikla athygli, en hún var skotin til bana í hverfinu Ribergsborg í Malmö í lok ágúst. Maður gekk upp að henni, þar sem hún hélt á ungbarni sínu, og skaut hana í höfuðið.Haft er eftir saksóknaranum Pär Andersson á vef sænska ríkisútvarpsins að skipulagning ódæðisins hafi tekið sex daga. Lögregluyfirvöld telja að barnsfaðir Karolin hafi verið skotmark árásarinnar, en hann hefur áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur.Maðurinn sem handtekinn var í dag er 23 ára gamall og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Að sögn saksóknara er talið líklegt að maðurinn muni reyna að koma sönnunargögnum undan sem geti torveldað rannsókn málsins. Hann er sem fyrr segir grunaður um aðild að morðinu, sem og gróft vopnalagabrot á tímabilinu 21. til 26. ágúst - daginn sem Karolin Hakim var skotin til bana.Sjá einnig: Morðið í Mal­mö: Karolin var 31 árs læknir og ný­bökuð móðirSænska ríkisútvarpið segir manninn búsettan í Malmö og hafa tíu sinnum komist í kast við lögin, oftast fyrir umferðarlagabrot en einnig fyrir líkamsárás og brot á skilorði. Aukinheldur á hann að hafa verið starfsmaður skóla í Malmö undanfarin ár, auk þess sem hann á að hafa leikið knattspyrnu með einu af liðum borgarinnar.Nítján ára karlmanni var sleppt úr haldi í upphafi mánaðarins, en hann hafði verið handtekinn í tengslum við morðið á Karolin. Hann var handtekinn því hann er skráður eigandi bílsins sem morðinginn notaði til að flýja af vettvangi. Bíllinn fannst nokkru frá morðstaðnum þar sem búið var að kveikja í honum.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.