Erlent

Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fulltrúar sænsku lögreglunnar á blaðamannafundi í Malmö í morgun.
Fulltrúar sænsku lögreglunnar á blaðamannafundi í Malmö í morgun. Aftonbladet
Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum.

Hann er talinn hafa átt sér vitorðsmenn en lagt hefur verið hald á það sem lögreglan telur vera morðvopnið.

Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Malmö sem blásið var til núna á níunda tímanum. Maðurinn á ekki að hafa veitt neina mótspyrnu þegar hann var handtekinn á Skáni í gær en hann á að vera góðkunningi lögreglunnar.

Lögreglan lagði mikla áherslu á það á fundi sínum að þó búið væri að taka skýrslu af fjölda vitna væri rannsóknin enn á frumstigi. Hún gæti því litlar upplýsingar veitt að svo stöddu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×