Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. október 2019 19:45 Slökkviliðsmenn og fangar (í appelsínugulu) slökkva í glæðum Tick-eldsins við Santa Clarita. Vísir/EPA Slökkviliðsmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum keppast nú við að stöðva útbreiðslu skógareldanna í vínhéruðum ríkisins sem geisað hafa síðan á miðvikudagskvöld. Veðurspár gera ráð fyrir hvassviðri á þessum slóðum um helgina sem ætlað er að muni torvelda slökkvistarf enn frekar. Um fimmtíu þúsund manns hafa þegar þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna en neyðarástandi var lýst yfir í Los Angeles- og Sonoma-sýslum. Orkufyrirtæki PG&E hefur þegar tekið rafmagn af stórum hluta ríkisins og segir að alls gæti þurft að taka það af 36 sýslum til að koma í veg fyrir að eldurinn blossi upp á fleiri stöðum. Um tvær milljónir manna gætu þá verið án rafmagns fram á mánudag. Viðbrögð fyrirtækisins við eldunum hafa sætt gagnrýni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir fyrirtækið einfaldlega hafa vanrækt skyldur sínar með áralangri græði og óstjórn. Líkur hafa verið leiddar að því að fyrirtækið gæti borið ábyrgð á einhverjum eldanna vegna neista frá flutningskerfi þess. Það eru þó ekki allir sem hafa hlýtt fyrirmælum yfirvalda um að yfirgefa svæði þar sem hætta er á eldum. „Lögreglumaður gekk hér fyrir hornið í gær og sagði mér að mér bæri skylda til að yfirgefa svæðið. Það var rangt hjá honum. Ég þarf ekki að gera neitt annað en að sitja hér ef ég vil“ Bob Presley, íbúi í Geyserville. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Slökkviliðsmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum keppast nú við að stöðva útbreiðslu skógareldanna í vínhéruðum ríkisins sem geisað hafa síðan á miðvikudagskvöld. Veðurspár gera ráð fyrir hvassviðri á þessum slóðum um helgina sem ætlað er að muni torvelda slökkvistarf enn frekar. Um fimmtíu þúsund manns hafa þegar þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna en neyðarástandi var lýst yfir í Los Angeles- og Sonoma-sýslum. Orkufyrirtæki PG&E hefur þegar tekið rafmagn af stórum hluta ríkisins og segir að alls gæti þurft að taka það af 36 sýslum til að koma í veg fyrir að eldurinn blossi upp á fleiri stöðum. Um tvær milljónir manna gætu þá verið án rafmagns fram á mánudag. Viðbrögð fyrirtækisins við eldunum hafa sætt gagnrýni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir fyrirtækið einfaldlega hafa vanrækt skyldur sínar með áralangri græði og óstjórn. Líkur hafa verið leiddar að því að fyrirtækið gæti borið ábyrgð á einhverjum eldanna vegna neista frá flutningskerfi þess. Það eru þó ekki allir sem hafa hlýtt fyrirmælum yfirvalda um að yfirgefa svæði þar sem hætta er á eldum. „Lögreglumaður gekk hér fyrir hornið í gær og sagði mér að mér bæri skylda til að yfirgefa svæðið. Það var rangt hjá honum. Ég þarf ekki að gera neitt annað en að sitja hér ef ég vil“ Bob Presley, íbúi í Geyserville.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09