Erlent

Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna

Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa
Slökkviliðsmenn og fangar (í appelsínugulu) slökkva í glæðum Tick-eldsins við Santa Clarita.
Slökkviliðsmenn og fangar (í appelsínugulu) slökkva í glæðum Tick-eldsins við Santa Clarita. Vísir/EPA
Slökkviliðsmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum keppast nú við að stöðva útbreiðslu skógareldanna í vínhéruðum ríkisins sem geisað hafa síðan á miðvikudagskvöld. Veðurspár gera ráð fyrir hvassviðri á þessum slóðum um helgina sem ætlað er að muni torvelda slökkvistarf enn frekar.

Um fimmtíu þúsund manns hafa þegar þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna en neyðarástandi var lýst yfir í Los Angeles- og Sonoma-sýslum. Orkufyrirtæki PG&E hefur þegar tekið rafmagn af stórum hluta ríkisins og segir að alls gæti þurft að taka það af 36 sýslum til að koma í veg fyrir að eldurinn blossi upp á fleiri stöðum. Um tvær milljónir manna gætu þá verið án rafmagns fram á mánudag.

Viðbrögð fyrirtækisins við eldunum hafa sætt gagnrýni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir fyrirtækið einfaldlega hafa vanrækt skyldur sínar með áralangri græði og óstjórn. Líkur hafa verið leiddar að því að fyrirtækið gæti borið ábyrgð á einhverjum eldanna vegna neista frá flutningskerfi þess.

Það eru þó ekki allir sem hafa hlýtt fyrirmælum yfirvalda um að yfirgefa svæði þar sem hætta er á eldum.

„Lögreglumaður gekk hér fyrir hornið í gær og sagði mér að mér bæri skylda til að yfirgefa svæðið. Það var rangt hjá honum. Ég þarf ekki að gera neitt annað en að sitja hér ef ég vil“ Bob Presley, íbúi í Geyserville.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×