Enski boltinn

Valdi rangan tíma til að fara á fyrsta leikinn sinn með Southampton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Southampton hefur aldrei tapað stærra en gegn Leicester City í gær.
Southampton hefur aldrei tapað stærra en gegn Leicester City í gær. vísir/getty
Í fyrra fékk Tom Sherburn, 13 ára sænskur drengur, miða á leik með Southampton á St Mary's vellinum í jólagjöf.

Tom beið lengi með fara á leik með Southampton, í alls tíu mánuði. Hann valdi loks að sjá Southampton taka á móti Leicester City í gær.

Óhætt er að segja að Tom hafi valið rangan tíma til að sjá Southampton í fyrsta sinn því liðið tapaði 0-9 fyrir Leicester. Þetta er stærsta tap í sögu Southampton.

Þrátt fyrir skellinn í gær er Tom ekki orðinn afhuga Southampton og vill ólmur heimsækja völl heilagrar Maríu aftur.

„Hann sagðist vilja koma aftur þegar Southampton mætir liði sem það getur unnið, eins og Watford,“ sagði faðir Toms.

Southampton er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins átta stig eftir tíu leiki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×