Innlent

Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Vísir/vilhelm
Elliðavatnsvegur milli Kaldárselsvegar og Vífilstaðavatns, einnig þekktur sem Flóttamannaleið, var lokað í morgun vegna umferðaróhapps. Þetta kemur fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni nú snemma á tíunda tímanum. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varð slysið í morgun þegar söltunarbíll valt í hálku á veginum og lenti á fólksbíl. Slysið var ekki alvarlegt en varðstjóri taldi þó að ökumaður fólksbílsins hafi verið fluttur á slysadeild til skoðunar. Hann hafði sjálfur komið sér út úr bílnum þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.

Báðir bílar voru dregnir af vettvangi, þar sem vinna stendur enn yfir. Vegurinn verður áfram lokaður eitthvað fram eftir morgni. Ekki fengust upplýsingar um það hvenær opnað verður fyrir umferð á ný.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×