Erlent

Vinna að björgun drengs sem setið hefur fastur í brunni síðan á föstudag

Andri Eysteinsson skrifar
Drengurinn situr fastur í brunni í Tamil Nadu héraði.
Drengurinn situr fastur í brunni í Tamil Nadu héraði. Google Maps
Viðbragðsaðilar á Indlandi vinna nú hörðum höndum að björgunaraðgerðum í Tamil Nadu í suðurhluta landsins hvar Sujith Wilson, drengur sem talinn er vera á þriðja aldursári hefur setið fastur á botni 26 metra djúps brunnar síðan á föstudag. CNN greinir frá.

Í samtali við CNN segir slökkviliðsmaðurinn Puru Gandhi að myndavél hafi verið komið niður til drengsins og sé fylgst með honum með þeim hætti, samhliða því hefur vinna hafist við að bora göng í nágrenni brunnsins til þess að hægt sé að komast að drengnum.

Mikill tækjabúnaður og fjöldi sérfræðinga hefur verið kallaður á staðinn, í fyrstu tilraunum náðist eingöngu að bora niður á um 13 metra dýpi þar sem að þar tóku við grjóthnullungar í stað moldar.

Við höfum verið að dæla til hans súrefni en staðan er erfið. Vonandi er hægt að ljúka aðgerðum á næstu 10 klukkutímum, sagði J. Radhakrishnan yfirmaður í hamfarastjórnunarsviði Tamil Nadu héraðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×