Enski boltinn

Dortmund, Roma og Netflix gera grín að vandamálum eiginkvenna Rooney og Vardy

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney og Jamie Vardy í undankeppni HM 2018.
Wayne Rooney og Jamie Vardy í undankeppni HM 2018. vísir/getty
Roma hefur lokað fyrir færslur Rebekah Vardy, Dortmund skrifaði yfirlýsingu í anda Coleen Rooney og Netflix spyr hvort að þeir þurfi ekki að gera þætti um atburði gærdagsins.Þetta er brot af gríninu sem gert var að Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, og Rebekah Vardy, eiginkonu Jamie Vardy, eftir athyglisverða færslu Coleen í gær.Þar sakaði hún eiginkonu Vardy um að hún hafi lekið fréttum um Rooney-fjölskylduna í blaðamenn götublaðsins The Sun eins og Vísir greindi frá í gær.Rebekah segir þetta af og frá og kannast ekkert við að hafa gert þetta. Hún neitaði fyrir sakirnar en Coleen stendur fast á sínu.Margir gerðu grín að vandamálum þeirra í gær og hér að neðan má sjá brot af því besta.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.