Árásin á bænahús gyðinga sögð hægriöfgahryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 15:25 Göt eftir byssukúlur eru sjáanleg á útidyrahurð bænahússins í Halle an der Saale eftir skotárásina á mánudag. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Þýskalands segir að skotárásin við bænahús gyðinga í borginni Halle á mánudag hafi verið hægriöfgahryðjuverk. Vopnaður maður skaut tvo til bana og særði nokkra til viðbótar í árásinni sem virðist hafa verið innblásin af gyðingahatri. Árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, er sagður hafa verið með um fjögur kíló af sprengiefni í bíl sínum. Peter Frank, ríkissaksóknari Þýskalands, segir að maðurinn hafi lagt á ráðin um fjöldamorð. Hann verður ákærður fyrir tvö morð og níu tilraunir til manndráps, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar telja jafnframt að fyrir manninum hafi vakað að hafa áhrif á heimsbyggðina með því að apa eftir fjöldamorðingja sem myrtu á sjötta tug manna í tveimur moskum á Nýja-Sjálandi fyrr á þessu ári. Árásarmaðurinn er sagður hafa streymt beint frá árásinni á bænahúsið líkt og öfgamaðurinn á Nýja-Sjálandi. Myndbandið hefur síðan verið fjarlægt af streymisforritinu Twitch. Maðurinn skaut konu úti á götu og karlmann sem sat á kebabstað í nágrenni bænahússins þegar honum mistókst að komast inn í það. Vitni hafa sagt að maðurinn hafi verið þungvopnaður og frásagnir hafa borist af því að hann hafi reynt að kveikja í sprengiefninu við bænahúsið. Um sextíu manns voru við guðsþjónustu í bænahúsinu í tilefni af Yom Kippur, árlegrar föstu gyðinga. Talsmenn samtaka gyðinga í Þýskalandi hafa deilt hart á lögregluna fyrir að hafa ekki verið með viðbúnað við bænahús vegna hátíðarinnar. Þeir telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina hefðu lögreglumenn verið staðsettir við bænahúsið. Þýskaland Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40 Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Innanríkisráðherra Þýskalands segir að skotárásin við bænahús gyðinga í borginni Halle á mánudag hafi verið hægriöfgahryðjuverk. Vopnaður maður skaut tvo til bana og særði nokkra til viðbótar í árásinni sem virðist hafa verið innblásin af gyðingahatri. Árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, er sagður hafa verið með um fjögur kíló af sprengiefni í bíl sínum. Peter Frank, ríkissaksóknari Þýskalands, segir að maðurinn hafi lagt á ráðin um fjöldamorð. Hann verður ákærður fyrir tvö morð og níu tilraunir til manndráps, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar telja jafnframt að fyrir manninum hafi vakað að hafa áhrif á heimsbyggðina með því að apa eftir fjöldamorðingja sem myrtu á sjötta tug manna í tveimur moskum á Nýja-Sjálandi fyrr á þessu ári. Árásarmaðurinn er sagður hafa streymt beint frá árásinni á bænahúsið líkt og öfgamaðurinn á Nýja-Sjálandi. Myndbandið hefur síðan verið fjarlægt af streymisforritinu Twitch. Maðurinn skaut konu úti á götu og karlmann sem sat á kebabstað í nágrenni bænahússins þegar honum mistókst að komast inn í það. Vitni hafa sagt að maðurinn hafi verið þungvopnaður og frásagnir hafa borist af því að hann hafi reynt að kveikja í sprengiefninu við bænahúsið. Um sextíu manns voru við guðsþjónustu í bænahúsinu í tilefni af Yom Kippur, árlegrar föstu gyðinga. Talsmenn samtaka gyðinga í Þýskalandi hafa deilt hart á lögregluna fyrir að hafa ekki verið með viðbúnað við bænahús vegna hátíðarinnar. Þeir telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina hefðu lögreglumenn verið staðsettir við bænahúsið.
Þýskaland Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40 Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40
Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29