Erlent

Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir eru látnir og tveir sárir.
Tveir eru látnir og tveir sárir. EPA/FILIP SINGER

Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. Það þykir til marks um að árásin sé álitin vera hryðjuverk en einn árásarmaður skaut fólk til bana fyrir utan bænahús gyðinga í borginni. Horst Seehofer, innanríkisráðherra, segir gengið út frá því að gyðingahatur hafi leitt til árásarinnar.

Hann reyndi að komast inn þar sem 70 til 80 manns voru við bænir en tókst það ekki. Hann mun hafa skotið á hurðina og kastað bensínsprengju eða handsprengju í hana en án árangurs.

Árásarmaðurinn var handtekinn af lögreglu.

Spiegel segir manninn heita Stephan B og vera 27 ára gamlan. Þá var hann með hjálm og myndavél á honum sem hann notaði til að sýna beint frá árásinni. Enn fremur segir í frétt Spiegel að árásarmaðurinn hafi sýnt gyðingahatur í útsendingunni og er hann sagður vera hægri-öfgamaður. Hann var þó ekki kunnugur lögreglu, samkvæmt Spiegel.

Lögreglan í Halle hafði varað við því að mögulega væru árásarmennirnir fleiri en einn og er enn verið að rannsaka hvort einhver hafi hjálpað árásarmanninum. Í fyrstu var talið að annar aðili hafi flúið af vettvangi í bíl en það þykir nú ólíklegt.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.