Thomas Møller Olsen kominn til Danmerkur Andri Eysteinsson skrifar 10. október 2019 18:18 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar 2017, hefur verið fluttur úr landi og til Danmerkur eftir að leyfi fyrir flutningunum fékkst frá dönskum yfirvöldum. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Í frétt RÚV segir að Thomas Møller hafi verið fluttur úr landi í almennu farþegaflugi í hand- og fótajárnum og í fylgd lögreglu. Leyfi fyrir flutningunum hafi fengist frá Danmörku 1. október síðastliðinn og var sakborningurinn fluttur úr landi þremur dögum síðar. Björgvin segir í samtali við RÚV að skjólstæðingur sinn sé nú vistaður í stærsta fangelsi Danmerkur, Vestre í Kaupmannahöfn. Ekki liggur fyrir hvort hann muni afplána refsingu sína alfarið í Vestre. Í nóvember síðastliðinn var Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar 2017. Var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness því staðfestur. Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en beiðninni var hafnað af Hæstarétti 28. febrúar síðastliðinn og lauk því ferli málsins í íslensku réttarkerfi. Birna Brjánsdóttir Danmörk Fangelsismál Tengdar fréttir Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42 Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar 2017, hefur verið fluttur úr landi og til Danmerkur eftir að leyfi fyrir flutningunum fékkst frá dönskum yfirvöldum. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Í frétt RÚV segir að Thomas Møller hafi verið fluttur úr landi í almennu farþegaflugi í hand- og fótajárnum og í fylgd lögreglu. Leyfi fyrir flutningunum hafi fengist frá Danmörku 1. október síðastliðinn og var sakborningurinn fluttur úr landi þremur dögum síðar. Björgvin segir í samtali við RÚV að skjólstæðingur sinn sé nú vistaður í stærsta fangelsi Danmerkur, Vestre í Kaupmannahöfn. Ekki liggur fyrir hvort hann muni afplána refsingu sína alfarið í Vestre. Í nóvember síðastliðinn var Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar 2017. Var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness því staðfestur. Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en beiðninni var hafnað af Hæstarétti 28. febrúar síðastliðinn og lauk því ferli málsins í íslensku réttarkerfi.
Birna Brjánsdóttir Danmörk Fangelsismál Tengdar fréttir Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42 Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42
Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00