Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 14:00 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Thomas Møller Olsen, 31 árs Grænlendingur, var í Landsrétti í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Þannig staðfesti Landsréttur sömu niðurstöðu úr Héraðsdómi Reykjaness. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, sagðist við dómsuppkvaðninguna fastlega búast við því að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þær bætur sem foreldrum Birnu voru dæmdar í héraði voru staðfestar. Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, voru dæmdar fjórar milljónir króna ásamt vöxtum og móður hennar, Sigurlaugu Hreinsdótur, rúmlega þrjár milljónir króna með vöxtum. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og verður í framhaldinu birtur á vefsíðu Landsréttar. Thomas var í héraði einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar 2017 og kemur það til frádráttar refsingunni.Jón H. B. Snorrason saksóknari var viðstaddur dómsuppkvaðninguna fyrir hönd ákæruvaldsins. Með honum á myndinni er Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmTaldi eðlilegt að þyngja dóminn Óhætt er að segja að fá mál hafi fangað athygli þjóðarinnar á sama hátt og það sem nú hefur verið dæmt í bæði í héraði og Landsrétti. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Hann hefur bent á skipsverjann Nikolaj Olsen og talið líklegt að hann hafi orðið Birnu að bana. Thomas hefur þó alfarið neitað að segja frá því sem gerðist á fjögurra klukkustunda tímabili að morgni 14. janúar þegar talið er að henni hafi verið ráðinn bani og líkinu komið fyrir. Ákæruvaldið fór fram á átján ára fangelsi í héraði en niðurstaðan var nítján ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið fyrir Landsrétti, sagði ekki óeðlilegt að Thomas fengi enn þyngri refsingu fyrir að reyna að koma sök á félaga sinn, fyrrnefndan Nikolaj.
Thomas Møller Olsen, 31 árs Grænlendingur, var í Landsrétti í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Þannig staðfesti Landsréttur sömu niðurstöðu úr Héraðsdómi Reykjaness. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, sagðist við dómsuppkvaðninguna fastlega búast við því að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þær bætur sem foreldrum Birnu voru dæmdar í héraði voru staðfestar. Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, voru dæmdar fjórar milljónir króna ásamt vöxtum og móður hennar, Sigurlaugu Hreinsdótur, rúmlega þrjár milljónir króna með vöxtum. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og verður í framhaldinu birtur á vefsíðu Landsréttar. Thomas var í héraði einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar 2017 og kemur það til frádráttar refsingunni.Jón H. B. Snorrason saksóknari var viðstaddur dómsuppkvaðninguna fyrir hönd ákæruvaldsins. Með honum á myndinni er Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmTaldi eðlilegt að þyngja dóminn Óhætt er að segja að fá mál hafi fangað athygli þjóðarinnar á sama hátt og það sem nú hefur verið dæmt í bæði í héraði og Landsrétti. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Hann hefur bent á skipsverjann Nikolaj Olsen og talið líklegt að hann hafi orðið Birnu að bana. Thomas hefur þó alfarið neitað að segja frá því sem gerðist á fjögurra klukkustunda tímabili að morgni 14. janúar þegar talið er að henni hafi verið ráðinn bani og líkinu komið fyrir. Ákæruvaldið fór fram á átján ára fangelsi í héraði en niðurstaðan var nítján ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið fyrir Landsrétti, sagði ekki óeðlilegt að Thomas fengi enn þyngri refsingu fyrir að reyna að koma sök á félaga sinn, fyrrnefndan Nikolaj.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Sjá meira
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00