Enski boltinn

Everton ætlar að halda tryggð við Marco Silva

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marco Silva, stjóri Everton.
Marco Silva, stjóri Everton. vísir/getty

Everton ætlar að halda tryggð við knattspyrnustjórann Marco Silva og treystir á að hann geti snúið hlutunum við hjá félaginu.

Sky Sports hefur þetta eftir sínum heimildum en eftir fjögur töp eru í röð er kominn mikil pressa á Marco Silva.

Everton hefur ekki fengið stig í ensku úrvalsdeildinni síðan 1. september þegar liðið vann 3-2 sigur á Wolves og stuðningsmenn liðsins eru ekki sáttir.

Landsleikjahlé er nú í enska boltanum en næsti leikur Everton eftir fríið verður gegn West Ham 19. október.

Everton er í 18. sæti deildarinnar með sjö stig úr fyrstu átta leikjunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.