Enski boltinn

Everton ætlar að halda tryggð við Marco Silva

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marco Silva, stjóri Everton.
Marco Silva, stjóri Everton. vísir/getty
Everton ætlar að halda tryggð við knattspyrnustjórann Marco Silva og treystir á að hann geti snúið hlutunum við hjá félaginu.Sky Sports hefur þetta eftir sínum heimildum en eftir fjögur töp eru í röð er kominn mikil pressa á Marco Silva.Everton hefur ekki fengið stig í ensku úrvalsdeildinni síðan 1. september þegar liðið vann 3-2 sigur á Wolves og stuðningsmenn liðsins eru ekki sáttir.Landsleikjahlé er nú í enska boltanum en næsti leikur Everton eftir fríið verður gegn West Ham 19. október.Everton er í 18. sæti deildarinnar með sjö stig úr fyrstu átta leikjunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.