Enski boltinn

Owen um Manchester United: „Hvar mun þetta enda?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. vísir/getty
Michael Owen, fyrrum framherji Manchester United, Liverpool og fleirri liða, segir að leikmenn Manchester United verði verri og verri með hverjum leiknum.

United tapaði 1-0 fyrir Newcastle um helgina og eru þeir í 12. sæti deildarinnar. Þeir hafa einungis náð í eitt stig úr síðustu þremur leikjum í deildinni.

Owen líst ekki á blikuna og segir að úr byrjunarliðinu gegn Newcastle hafi í mesta lagi verið fjórir leikmenn sem ættu að vera í byrjunarliði Manchester United.

„Þeir eru ekki með nægilega góða leikmenn. Úr byrjunarliðinu þeirra myndi ég segja að þrír eða fjórir leikmenn ættu að vera leikmenn Man. United til framtíðar,“ sagði Owen.

„Ef þeir eru að horfa á að byggja liðið til framtíðar þá eru þeir í mesta lagi þrír eða fjórir sem gætu verið í því liði.“







„Ég datt næstum því úr stólnum mínum þegar ég heyrði Ole Gunnar Solskjær í viðtalinu eftir leikinn. Það var eins og hann vissi ekki hvað væri að fara úrskeiðis.“

„Ég er að horfa á þetta United lið og leikmennirnir eru bara að verða verri. Hvar mun þetta enda?“ sagði Owen að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×