Enski boltinn

Klopp og Aubameyang bestir í september

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang og Klopp.
Aubameyang og Klopp. vísir/samsett/getty
Pierre-Emerick Aubameyang og Jurgen Klopp hlutu verðlaunin fyrir besta leikmanninn og þjálfarann í september í ensku úrvalsdeildinni.

Aubameyang var efstur þeirra átta sem voru tilnefndir en netkosning og tuttugu manna listi sérfræðinga sér um að kjósa besta leikmanninn og þjálfarann.

Aubameyang skoraði fimm mörk í september. Tvö mörk í 2-2 jafntefli gegn Watford, jöfnunarmark gegn Tottenham og Man. Utd í 1-1 jafnteflum og svo sigurmark gegn Aston Villa.Besti þjálfarinn var svo Jurgen Klopp en Liverpool spilaði þrjá leiki í september og vann þá alla eins og aðra leiki í enska boltanum það sem af er leiktíðinni.

Þetta er annar mánuðurinn í röð sem Klopp tekur titilinn sem stjóri mánaðarins en Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.