Enski boltinn

Klopp og Aubameyang bestir í september

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang og Klopp.
Aubameyang og Klopp. vísir/samsett/getty

Pierre-Emerick Aubameyang og Jurgen Klopp hlutu verðlaunin fyrir besta leikmanninn og þjálfarann í september í ensku úrvalsdeildinni.

Aubameyang var efstur þeirra átta sem voru tilnefndir en netkosning og tuttugu manna listi sérfræðinga sér um að kjósa besta leikmanninn og þjálfarann.

Aubameyang skoraði fimm mörk í september. Tvö mörk í 2-2 jafntefli gegn Watford, jöfnunarmark gegn Tottenham og Man. Utd í 1-1 jafnteflum og svo sigurmark gegn Aston Villa.

Besti þjálfarinn var svo Jurgen Klopp en Liverpool spilaði þrjá leiki í september og vann þá alla eins og aðra leiki í enska boltanum það sem af er leiktíðinni.

Þetta er annar mánuðurinn í röð sem Klopp tekur titilinn sem stjóri mánaðarins en Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.