Fellaini: Man Utd voru of fljótir að reka Mourinho Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. október 2019 10:30 Fellaini og Mourinho náðu vel saman vísir/getty Belgíski miðjumaðurinn Marouane Fellaini hefur áhyggjur af stefnu Manchester United í þjálfaramálum en síðan Sir Alex Ferguson hætti vorið 2013 hafa þrír stjórar verið reknir frá störfum hjá þessu sigursælasta liði ensku úrvalsdeildarinnar. „Þeir fengu inn einn besta stjóra heims í Jose Mourinho. Hann vildi fá að byggja upp lið en var rekinn. Það er ekki auðvelt að búa til lið á svo stuttum tíma, þú þarft meira en tvö ár,“ segir Fellaini. „Ég veit ekki hvað þeir munu gera við Solskjær en ef þú ætlar að vinna til verðlauna og bæta liðið þarf stjórinn að fá tíma. Mourinho gerði stórkostlega hluti á fyrsta tímabili sínu; hann bætti liðið og vann bikara. Annað tímabilið var erfiðara en hann gerði sitt besta til að hjálpa liðinu og svo var hann rekinn.“ „Þeir voru of fljótir að láta hann fara. Þegar þú ert með stjóra á borð við hann þarf hann marga leikmenn til að koma sinni hugmyndafræði að. Hann vildi byggja lið en er svo látinn fara eftir tvö og hálft ár því úrslitin voru ekki að detta,“ segir Fellaini. Fellaini gekk til liðs við Man Utd þegar David Moyes tók við liðinu og fór Belginn því í gegnum allar þessar þjálfarabreytingar á sex ára ferli sínum hjá Man Utd áður en hann gekk í raðir kínverska liðsins Shandong Luneng í byrjun þessa árs. „Þeir fengu Moyes inn en gáfu honum ekki tíma. Þá var Van Gaal fenginn inn. Hann fékk tvö ár og við vorum farnir að gera góða hluti, unnum bikarinn en þá er hann rekinn því þeir vildu vinna meira strax. Ef þú ætlar að byggja upp lið þarftu að gefa því tíma; ekki skipta um þjálfara á hverju ári eða tveggja ára fresti,“ segir Fellaini. Enski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
Belgíski miðjumaðurinn Marouane Fellaini hefur áhyggjur af stefnu Manchester United í þjálfaramálum en síðan Sir Alex Ferguson hætti vorið 2013 hafa þrír stjórar verið reknir frá störfum hjá þessu sigursælasta liði ensku úrvalsdeildarinnar. „Þeir fengu inn einn besta stjóra heims í Jose Mourinho. Hann vildi fá að byggja upp lið en var rekinn. Það er ekki auðvelt að búa til lið á svo stuttum tíma, þú þarft meira en tvö ár,“ segir Fellaini. „Ég veit ekki hvað þeir munu gera við Solskjær en ef þú ætlar að vinna til verðlauna og bæta liðið þarf stjórinn að fá tíma. Mourinho gerði stórkostlega hluti á fyrsta tímabili sínu; hann bætti liðið og vann bikara. Annað tímabilið var erfiðara en hann gerði sitt besta til að hjálpa liðinu og svo var hann rekinn.“ „Þeir voru of fljótir að láta hann fara. Þegar þú ert með stjóra á borð við hann þarf hann marga leikmenn til að koma sinni hugmyndafræði að. Hann vildi byggja lið en er svo látinn fara eftir tvö og hálft ár því úrslitin voru ekki að detta,“ segir Fellaini. Fellaini gekk til liðs við Man Utd þegar David Moyes tók við liðinu og fór Belginn því í gegnum allar þessar þjálfarabreytingar á sex ára ferli sínum hjá Man Utd áður en hann gekk í raðir kínverska liðsins Shandong Luneng í byrjun þessa árs. „Þeir fengu Moyes inn en gáfu honum ekki tíma. Þá var Van Gaal fenginn inn. Hann fékk tvö ár og við vorum farnir að gera góða hluti, unnum bikarinn en þá er hann rekinn því þeir vildu vinna meira strax. Ef þú ætlar að byggja upp lið þarftu að gefa því tíma; ekki skipta um þjálfara á hverju ári eða tveggja ára fresti,“ segir Fellaini.
Enski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira