Enski boltinn

Henrik Larsson og Dirk Kuyt að taka við C-deildarliði Southend

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svíinn og Hollendingurinn eru að mynda nýtt þjálfarateymi.
Svíinn og Hollendingurinn eru að mynda nýtt þjálfarateymi. vísir/getty/samsett
Henrik Larsson og Dirk Kuyt eru að taka við stjórnartaumunum hjá C-deildarliðinu Southend United sem er án þjálfara.

Southend rak þjálfarann Kevin John Bond þann 6. september eftir að liðið hafði tapað sex leikjum í röð í upphafi tímabilsins.

Aðstoðarþjálfarinn Gary Waddock hefur stýrt liðinu síðan þá en blaðamaðurinn Pete O'Rourke greinir frá því að Svínn Larsson og Hollendingurinn Kuyt séu að taka við liðinu.





Larsson hefur verið orðaður við starfið að undanförnu eftir að hann hætti með Daníel Hafsteinsson og félaga í Helsingborg.

Kuyt hefur verið að þjálfa unglingalið Ajax eftir að hafa lagt skóna á hilluna í lok tímabilsins 2016/2017.

Southend er í 22. sæti ensku C-deildarinnar eftir tólf leiki en liðið hefur einungis náð í fjögur stig í upphafi tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×