Enski boltinn

„Klopp hafnaði bæði Man. United og Real Madrid“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool, segir að núverandi stjóri liðsins, Jurgen Klopp, hafi hafnað bæði Man. United og Real Madrid.

Klopp kom til Liverpool fyrir fjórum árum síðan og hefur Liverpool-liðið undir hans stjórn unnið hvern merka sigurinn á fætur öðrum.

Liverpool vann svo Evrópumeistaratitilinn í vor eftir sigur á Tottenham.

Fowler segir að sá þýski hafi ekki hrifist af stefnu United og Real. „Ég tók viðtal við hann fyrir nokkrum árum og hann sagði mér að hann hafi hafnað mjög ríkum félögum eftir Dortmund,“ sagði Fowler í pistli í Mirror.





„Eitt af þeim var klárlega Manchester United og annað Real Madrid því hann hataði hversu mikið þau voru að hugsa um áhrif auglýsinga.“

„Hann sagði að honum líkaði vel við Liverpool því þar væri jafnvægi milli peninga til þess að ná í toppinn og sjálfsmynd félagsins og stuðningsmanna þeirra.“

„Hann vildi einnig gera Anfield að vígi á nýjan leik, án þess að fá ríkustu leikmennina í fótboltanum. Hann vildi gera þetta á sinn hátt. Hann hefur fyllt stuðningsmenn Liverpool af trú og stolti á ný. Ég hef orðið vitni að því,“ sagði Fowler.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×