Enski boltinn

Alisson um ræðu Klopp fyrir síðari leikinn gegn Barcelona: Sagði okkur að halda uppi hraðanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson og Klopp á góðri stundu.
Alisson og Klopp á góðri stundu. vísir/getty
Brasilíski markvörður Liverpool, Alisson, segir að sigurinn gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sá einn sá magnaðasti sem hann hefur takið þátt í á ferlinum.Liverpool var 3-0 undir eftir fyrri leikinn í Katalóníu en gerði sér lítið fyrir og vann síðari leikinn á Anfield 4-0.„Þetta var ótrúlegt. Eftir fyrri leikinn bjóst enginn við því að við myndum koma til baka en við vorum með mikið sjálfstraust. Þetta er einn af þeim leikjum sem þú munt aldrei gleyma,“ sagði brasilíski markvörðurinn.„Þetta verður eitt af augnablikunum sem ég mun muna eftir á ferli mínum. Í leiknum í Barcelona þá spiluðum við vel og fengum nóg af færum en töpuðum með þremur mörkum. Það var mjög sárt.“Rauði herinn gerði svo gott um betur og fór alla leið og vann Meistaradeildina en í undanúrslitunum höfðu þeir getur gegn Tottenham 2-0.„Við bárum virðingu fyrir Barcelona en við visum að við myndum koma til baka. Á Englandi þá gáfum við allt í þetta og þetta var ótrúlegt kvöld.“„Við áttum skilð meira úr fyrri leiknum og Klopp sagði okkur að slaka ekki á. Hann sagði okkur að halda uppi hraðanum svo við gætum náð markmiði okkar.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.