Lögreglan leitar enn að Morris: Ekkert sést eftir bæjarferð

Lögreglan á Bretlandseyjum leitar nú að rúgbíleikmanninum, Brooke Morris frá Wales, sem týndist á laugardagskvöldið.
BBC greinir frá þessu á vef sínum í morgun en ekki hefur sést til Brooke síðan henni var gefið far úr miðbæ Trelewis í Wales á laugardaginn.
Lögreglan telur að Morris, sem leikur með Nelson RFC, hafi ekki farið inn í húsið sitt og nú hefur rúgbíliðið kallað eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa til við leit að Morris.
Police are still searching for Brooke Morris, a Nelson RFC player from Merthyr Tydfil.
The 22-year-old disappeared after being given a lift home from the town centre in the early hours of Saturday.
More: https://t.co/b9RqLEjvMJ pic.twitter.com/j7tlWYJc0H
— BBC Sport (@BBCSport) October 15, 2019
Talið er að hundrað sjálfboðaliðar sem og lögregla séu nú við leit að Morris en leitin hefur enn ekki borið árangur.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.