Innlent

Brennt barn flutt á slysadeild í Fossvogi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slysið varð í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum.
Slysið varð í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum. Vísir/vilhelm

Lítið barn brenndist um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar það teygði sig í bolla með heitu vatni sem stóð á borði á heimili þess. Við það helltist vatnið yfir barnið, sem var flutt á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.

Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum segir að ekki sé vitað um líðan barnsins. Ekki kemur fram í tilkynningu hvar á Suðurnesjum slysið varð eða hversu gamalt barnið er.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.