Enski boltinn

Blaða­manna­fundur truflaður af Búlgara: Mynda­töku­­maður sagði Southgate að halda kjafti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gareth Southgate býr sig undir blaðamannafund.
Gareth Southgate býr sig undir blaðamannafund. vísir/getty

Það var mikill hiti eftir leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi en leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir rasisma.

Margir Búlgarar vildu þó ekki kannast við það og sagði meðal annars þjálfari þeirra að hann hafi ekki heyrt neitt af rasismanum sem hafi átt að hafa skeð.

Blaðamannafundurinn eftir leik var fjörugur og búlgarskir fjölmiðlamenn létu þar vel í sér heyra.

Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky Sports, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í gær en hann segir að einn þeirra hafi truflað fundinn með að segja að kynþáttaníðið hafi ekki verið svo slæmt.

Annar þeirra, myndatökumaður, sagði svo Southgate undir lok fundarins að halda kjafti. Mikill hiti á fundinum í gær.

UEFA hefur enn ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.