Enski boltinn

David De Gea fór meiddur af velli gegn Svíum | Nær hann leiknum gegn Liverpool um helgina?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
De Gea haltrar af velli í kvöld.
De Gea haltrar af velli í kvöld. Vísir/Getty

David De Gea, markvörður Manchester United, fór meiddur af velli í leik Spánar og Svíþjóðar í Undankeppni EM 2020 í kvöld. Þegar þetta er ritað er staðan 1-1 en spænska liðið jafnaði í uppbótartíma leiksins.

Ole Gunnar Solskjær, norski þjálfari Manchester United, hugsar Svíum eflaust þegjandi þörfina en hann má ekki við frekari meiðslum í hóp sínum. Nú þegar eru þeir Paul Pogba, Victor Lindelöf, Luke Shaw, Aron Wan-Bissaka og Anthony Martial á meiðslalistanum. 

Manchester United mætir Liverpool um helgina og mega Man Utd ekki við frekari skakkaföllum ef þeir ætla að eiga roð í Liverpool sem virðast nær ósigrandi þessa dagana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.