Íslenski boltinn

Bjarki Steinn og Helgi æfa með Start

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Steinn í leik með Skagamönnum í sumar.
Bjarki Steinn í leik með Skagamönnum í sumar.

Knattspyrnumennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Helgi Guðjónsson æfa þessa daganna með norska B-deildarliðinu Start í Noregi.

Þetta kemur fram á heimasíðu Start en með liðinu leikur Fjölnismaðurinn Aron Sigurðarson. Jóhannes Harðarson er svo þjálfari liðsins en hann tók við liðinu í upphafi tímabilsins.

Jóhannes segir að báðir strákarnir séu spennandi en þetta sé liður í því að vera í meiri og betri sambandi við liðin á Íslandi. Sjá hvaða efniviður er þar.

Helgi er leikmaður Víkings en hann samdi við Víkinga eftir að hafa orðið markahæstur með uppeldisfélaginu Fram í Inkasso-deildinni í sumar.

Bjarki Steinn er á mála hjá Skagamönnum en hann skoraði þrjú mörk í 20 leikjum í sumar. Hann er með samning við ÍA til ársins 2021 en hann gerði nýjan samning í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.