Íslenski boltinn

Bjarki Steinn og Helgi æfa með Start

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Steinn í leik með Skagamönnum í sumar.
Bjarki Steinn í leik með Skagamönnum í sumar.
Knattspyrnumennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Helgi Guðjónsson æfa þessa daganna með norska B-deildarliðinu Start í Noregi.

Þetta kemur fram á heimasíðu Start en með liðinu leikur Fjölnismaðurinn Aron Sigurðarson. Jóhannes Harðarson er svo þjálfari liðsins en hann tók við liðinu í upphafi tímabilsins.

Jóhannes segir að báðir strákarnir séu spennandi en þetta sé liður í því að vera í meiri og betri sambandi við liðin á Íslandi. Sjá hvaða efniviður er þar.Helgi er leikmaður Víkings en hann samdi við Víkinga eftir að hafa orðið markahæstur með uppeldisfélaginu Fram í Inkasso-deildinni í sumar.

Bjarki Steinn er á mála hjá Skagamönnum en hann skoraði þrjú mörk í 20 leikjum í sumar. Hann er með samning við ÍA til ársins 2021 en hann gerði nýjan samning í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.