Erlent

Venesúela tekur sæti í mannréttindaráði SÞ

Andri Eysteinsson skrifar
Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Getty/Bloomberg
Suður-Ameríkuríkið Venesúela hlaut í daga sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna, þrátt fyrir að ríkisstjórn Nicolas Maduro hafi verið gagnrýnd víða um heim fyrir meint brot á mannréttindum. BBC greinir frá.

Ríkisstjórn Nicolas Maduro hefur verið sökuð um að fangelsa stjórnarandstæðinga að eigin geðþótta og jafnvel pynta. Yfir 50 þjóðríki hafa lýst því yfir að þau telji Maduro ekki réttkjörinn þjóðhöfðingja Venesúela og styðja frekar leiðtoga stjórnarandstöðunnar Juan Guaidó. Á meðal þjóðríkja sem styðja Guaidó eru Bandaríkin, Frakkland, Spánn, Bretland og Ísland.

Á fundi Sameinuðu Þjóðanna í svissnesku borginni Genf var Venesúela kjörið í eitt af 14 lausum sætum í Mannréttindaráði SÞ. 47 ríki sitja í ráðinu en í gær höfðu tvö ríki rómönsku-ameríku möguleika á að tryggja sér sæti.

Það varð hlutskipti Brasilíumanna, auk Venesúela að taka sæti í ráðinu. Brasilía hlaut 153 atkvæði, Venesúela 105 en Kosta Ríka eingöngu 96 atkvæði.

Ríkisstjórn Venesúela fagnaði niðurstöðunni og sagði kjör Venesúela vera mikið afrek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×