Rick Perry kynnir afsögn viku eftir að hafa verið spurður í Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2019 23:50 Rick Perry í Svartsengi: "Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt Donald Trump forseta að hann hyggist segja af sér embætti. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld og höfðu tíðindin eftir ónafngreindum embættismanni. Sagt var að Perry hefði rætt þetta við forsetann um borð í Air Force One í dag en þeir flugu saman í forsetaflugvélinni til Texas. Donald Trump staðfesti svo fréttirnar sjálfur í kvöld. „Við erum þegar búnir að finna mann í stað hans,“ sagði Trump við fréttamenn en hann var að hefja kosningaherferð í Texas. „Rick hefur unnið frábært starf. En það var kominn tími,“ sagði Trump. Orðrómur hefur gengið um nokkurt skeið um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Trump gaf þó til kynna að brotthvarf orkumálaráðherrans tengdist ekki Úkraínumálinu heldur hefði Perry ýjað að þessu fyrir hálfu ári. „En hann er með mjög stór áform. Honum á eftir að farnast mjög vel. Við höfum eftirmann hans, við munum tilkynna það fljótlega,“ sagði forsetinn. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, svarar spurningum fréttamanna í Svartsengi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Orkumálaráðherrann var á Íslandi í síðustu viku til að flytja erindi á Hringborði Norðurslóða en heimsótti einnig orkuverið í Svartsengi. Fréttamaður Stöðvar 2 lagði þá þessa spurningu fyrir Perry: Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu,“ svaraði Rick Perry í Svartsengi fyrir viku. Hér má sjá Perry svara spurningunni í frétt Stöðvar 2 frá heimsókninni: Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Perry segir norðurslóðir barmafullar af orkuauðlindum Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. 11. október 2019 12:30 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt Donald Trump forseta að hann hyggist segja af sér embætti. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld og höfðu tíðindin eftir ónafngreindum embættismanni. Sagt var að Perry hefði rætt þetta við forsetann um borð í Air Force One í dag en þeir flugu saman í forsetaflugvélinni til Texas. Donald Trump staðfesti svo fréttirnar sjálfur í kvöld. „Við erum þegar búnir að finna mann í stað hans,“ sagði Trump við fréttamenn en hann var að hefja kosningaherferð í Texas. „Rick hefur unnið frábært starf. En það var kominn tími,“ sagði Trump. Orðrómur hefur gengið um nokkurt skeið um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Trump gaf þó til kynna að brotthvarf orkumálaráðherrans tengdist ekki Úkraínumálinu heldur hefði Perry ýjað að þessu fyrir hálfu ári. „En hann er með mjög stór áform. Honum á eftir að farnast mjög vel. Við höfum eftirmann hans, við munum tilkynna það fljótlega,“ sagði forsetinn. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, svarar spurningum fréttamanna í Svartsengi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Orkumálaráðherrann var á Íslandi í síðustu viku til að flytja erindi á Hringborði Norðurslóða en heimsótti einnig orkuverið í Svartsengi. Fréttamaður Stöðvar 2 lagði þá þessa spurningu fyrir Perry: Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu,“ svaraði Rick Perry í Svartsengi fyrir viku. Hér má sjá Perry svara spurningunni í frétt Stöðvar 2 frá heimsókninni:
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Perry segir norðurslóðir barmafullar af orkuauðlindum Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. 11. október 2019 12:30 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Perry segir norðurslóðir barmafullar af orkuauðlindum Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. 11. október 2019 12:30
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30
Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent