Erlent

Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nokkrir eru sagðir hafa látist í bardaganum. Myndin er frá vettvangi.
Nokkrir eru sagðir hafa látist í bardaganum. Myndin er frá vettvangi. Vísir/getty

Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. Átökin blossuðu upp þegar lögreglumenn fundu einn af leiðtogum hringsins, Ovidio Guzman Lopez, við venjubundið eftirlit.

Ovidio Guzman er sonur eins alræmdasta eiturlyfjabaróns Mexíkó, El Chapo, sem margsinnis slapp undan réttvísinni uns hann var að lokum handsamaður og fluttur til Bandaríkjanna þar sem hann afplánar nú lífstíðardóm.

Átökin í gær hófust þegar Ovidio var handtekinn en þá gerðu félagar hans þungvopnaðir árás á lögregluna til að reyna að frelsa hann.

Fregnir af málinu eru fremur óljósar en svo virðist sem að eftir harða bardaga hafi Guzman verið sleppt úr haldi, að lokinni yfirheyrslu, eins og lögreglan orðar það. Nokkrir eru sagðir hafa látist í bardaganum og á myndum má sjá nokkur ökutæki í ljósum logum en mikil hræðsla greip um sig meðal almennings á götum borgarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.