Sá Meghan lekann fyrir? Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 08:18 Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, höfðar nú mál gegn götublaðinu Mail on Sunday. Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, stendur sjálfur í málaferlum gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Vísir/getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. Þetta er talið benda til þess að Meghan hafi mögulega séð lekann fyrir. Breska dagblaðið Guardian hefur þetta upp úr gögnum máls sem hertogaynjan höfðar nú gegn götublaðinu Mail on Sunday, sem birti bréfið. Hún sakar blaðið um brot á höfundarréttarlögum og brot gegn friðhelgi einkalífs hennar. Lögmenn Meghan halda því m.a. fram að blaðið hafi aðeins birt valda hluta úr bréfinu og þannig tekið efni þess úr samhengi. Þannig hafi það ekki birt efnisgreinar þar sem hún gagnrýndi bresku götublöðin harðlega, auk athugasemda þar sem hún lýsti einlægum áhyggjum af heilsu og velferð föður síns. Sjá einnig: Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Þá hafi blaðið ekki leitað viðbragða hjá Meghan eða fulltrúa konungsfjölskyldunnar áður en bréfið var birt, og ekki látið hana vita af birtingu þess yfir höfuð. Meghan skrifaði bréfið í ágúst 2018. Í því grátbiður hún föður sinn um að hætta að ræða einkamál hennar við blaðamenn og kvað hann hafa brotið hjarta sitt í „milljón bita“ með því að veita ítrekuð viðtöl um samband hennar við Harry Bretaprins, sem nú er eiginmaður hennar. Faðir Markle tjáði sig um málið í forsíðuviðtali við Mail on Sunday í byrjun þessa mánaðar. Þar kvaðst hann hafa verið „miður sín“ þegar hann heyrði af því að tilvist bréfsins hefði kvisast út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi þess eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Harry Bretaprins höfðar nú sjálfur mál gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Hann heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár. Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. Þetta er talið benda til þess að Meghan hafi mögulega séð lekann fyrir. Breska dagblaðið Guardian hefur þetta upp úr gögnum máls sem hertogaynjan höfðar nú gegn götublaðinu Mail on Sunday, sem birti bréfið. Hún sakar blaðið um brot á höfundarréttarlögum og brot gegn friðhelgi einkalífs hennar. Lögmenn Meghan halda því m.a. fram að blaðið hafi aðeins birt valda hluta úr bréfinu og þannig tekið efni þess úr samhengi. Þannig hafi það ekki birt efnisgreinar þar sem hún gagnrýndi bresku götublöðin harðlega, auk athugasemda þar sem hún lýsti einlægum áhyggjum af heilsu og velferð föður síns. Sjá einnig: Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Þá hafi blaðið ekki leitað viðbragða hjá Meghan eða fulltrúa konungsfjölskyldunnar áður en bréfið var birt, og ekki látið hana vita af birtingu þess yfir höfuð. Meghan skrifaði bréfið í ágúst 2018. Í því grátbiður hún föður sinn um að hætta að ræða einkamál hennar við blaðamenn og kvað hann hafa brotið hjarta sitt í „milljón bita“ með því að veita ítrekuð viðtöl um samband hennar við Harry Bretaprins, sem nú er eiginmaður hennar. Faðir Markle tjáði sig um málið í forsíðuviðtali við Mail on Sunday í byrjun þessa mánaðar. Þar kvaðst hann hafa verið „miður sín“ þegar hann heyrði af því að tilvist bréfsins hefði kvisast út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi þess eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Harry Bretaprins höfðar nú sjálfur mál gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Hann heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár.
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11
Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11
Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent