Enski boltinn

Leikmenn Tottenham buðu Pochettino í mat: „Þeir eru ekki að fara kveðja mig“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane og félagar buðu Pochettino í kvöldmat.
Kane og félagar buðu Pochettino í kvöldmat. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, trúir því enn að leikmennirnir standi á bakvið hann eftir að hann fékk boð í matarboð frá þeim á dögunum.

Tottenham hefur verið í vandræðum það sem af er leiktíðinni en þeir hafa einungis unnið þrjá af fyrstu átta leikjunum. Það hefur skapað óró í kringum liðið.

Það er þó ekki meiri óró en það að Pochettino og þjálfarateymi hans fékk boð í matarboð á dögunum frá leikmannhópnum en boðið kom frá ónefndum leikmanni á WhatsApp.„Í síðustu fékk fékk ég skilaboð frá leikmanni sem bauð mér og þjálfarateyminu í kvöldmat. Þá getur einungis tveir hlutir verið að gerast,“ sagði Pochettino.

„Annað hvort eru þeir að fara kveðja mig eða að þeir elski þig og þeir vilji sýna þér að þeir standi með þér. Ég held að það sé það síðara.“

„Þeir eru ekki að fara segja bless við mig. Ef þeir vilja kveðja mig þá gera þeir það hér. Þá bjóða þeir mér ekki í mat,“ sagði Argentínumaðurinn.

Tottenham mætir Watford á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.