Van Dijk um átta stiga forskotið í deildinni: „Höfum engu að tapa“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2019 11:30 Hollendingurinn hefur verið magnaður í vörn Liverpool. vísir/getty Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, settist niður með fréttakonunni Laura Woods frá Sky Sports og ræddi við hana um forystu Liverpool í deildinni og stórleikinn gegn Man. United á sunnudaginn. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn á sunnudaginn en liðið hefur byrjað leiktíðina frábærlega og unnið alla átta leikina í deildinni það sem af er. Hollendingurinn segir þó að hann sjái pressuna meira á Manchester City sem ríkjandi meistara en fjölmiðlar séu á öðru máli. „Við höfum engu að tapa. Manchester City eru meistarar og þeir eru að verja titilinn og okkur langar til að vinna hann. Í mínum augum þurfum við bara elta hann,“ sagði Pochettino. „Pressan verður meiri en hún kemur úr fjölmiðlum. Þeir elska að setja meiri pressu á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég er ekki að hugsa um hvað aðrir eru að segja. Ég vil bara vinna þá leiki sem eru framundan.“ „Við þurfum að njóta þess að vera á toppnum og vera mjög einbeittir. Sérstaklega hvernig við höfum unnið síðustu leiki þar sem við höfum ekki verið að spila vel en höfum náð í sigra.“"So far, we have been doing well but Man City are definitely not going away." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2019 „Það eru svo margir leikir eftir og þú getur ekki strax byrjað að hugsa um að vinna deildina. Það er ekki raunverulegt. Við ættum ekki að gera það og erum ekki að gera það en það er betra að vera í þessari stöðu en ekki,“ sagði Hollendingurinn. Man. City hefur tapað tveimur leikjum það sem af er leiktíðinni en varnarmaðurinn segist ekki horfa á leiki þeirra. Þó fái hann skilaboð ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim. „Ég horfi ekki á leikina hjá Manchester City en ég á fjölskyldu og vini sem senda mér skilaboð, sérstaklega eftir Wolves leikinn. Það er partur af lífinu en við lærðum frá síðustu leiktíð að við getum ekki verið að horfa á aðra. Hingað til höfum við gert vel en Man. City er ekki langt undan.“ „Hungrið að vinna titla er enn meira núna en það var áður en við unnum Meistaradeildina. Allir vilja upplifa það aftur. Þetta var svo frábært kvöld með allri uppbyggingunni sem hófst í leiknum gegn Barcelona á heimavelli,“ sagði Van Dijk. Leikur Man. United og Liverpool verður spilaður á Old Trafford á sunnudaginn en flautað verður til leiks klukkan 15.30. Enski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, settist niður með fréttakonunni Laura Woods frá Sky Sports og ræddi við hana um forystu Liverpool í deildinni og stórleikinn gegn Man. United á sunnudaginn. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn á sunnudaginn en liðið hefur byrjað leiktíðina frábærlega og unnið alla átta leikina í deildinni það sem af er. Hollendingurinn segir þó að hann sjái pressuna meira á Manchester City sem ríkjandi meistara en fjölmiðlar séu á öðru máli. „Við höfum engu að tapa. Manchester City eru meistarar og þeir eru að verja titilinn og okkur langar til að vinna hann. Í mínum augum þurfum við bara elta hann,“ sagði Pochettino. „Pressan verður meiri en hún kemur úr fjölmiðlum. Þeir elska að setja meiri pressu á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég er ekki að hugsa um hvað aðrir eru að segja. Ég vil bara vinna þá leiki sem eru framundan.“ „Við þurfum að njóta þess að vera á toppnum og vera mjög einbeittir. Sérstaklega hvernig við höfum unnið síðustu leiki þar sem við höfum ekki verið að spila vel en höfum náð í sigra.“"So far, we have been doing well but Man City are definitely not going away." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2019 „Það eru svo margir leikir eftir og þú getur ekki strax byrjað að hugsa um að vinna deildina. Það er ekki raunverulegt. Við ættum ekki að gera það og erum ekki að gera það en það er betra að vera í þessari stöðu en ekki,“ sagði Hollendingurinn. Man. City hefur tapað tveimur leikjum það sem af er leiktíðinni en varnarmaðurinn segist ekki horfa á leiki þeirra. Þó fái hann skilaboð ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim. „Ég horfi ekki á leikina hjá Manchester City en ég á fjölskyldu og vini sem senda mér skilaboð, sérstaklega eftir Wolves leikinn. Það er partur af lífinu en við lærðum frá síðustu leiktíð að við getum ekki verið að horfa á aðra. Hingað til höfum við gert vel en Man. City er ekki langt undan.“ „Hungrið að vinna titla er enn meira núna en það var áður en við unnum Meistaradeildina. Allir vilja upplifa það aftur. Þetta var svo frábært kvöld með allri uppbyggingunni sem hófst í leiknum gegn Barcelona á heimavelli,“ sagði Van Dijk. Leikur Man. United og Liverpool verður spilaður á Old Trafford á sunnudaginn en flautað verður til leiks klukkan 15.30.
Enski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira