Van Dijk um átta stiga forskotið í deildinni: „Höfum engu að tapa“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2019 11:30 Hollendingurinn hefur verið magnaður í vörn Liverpool. vísir/getty Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, settist niður með fréttakonunni Laura Woods frá Sky Sports og ræddi við hana um forystu Liverpool í deildinni og stórleikinn gegn Man. United á sunnudaginn. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn á sunnudaginn en liðið hefur byrjað leiktíðina frábærlega og unnið alla átta leikina í deildinni það sem af er. Hollendingurinn segir þó að hann sjái pressuna meira á Manchester City sem ríkjandi meistara en fjölmiðlar séu á öðru máli. „Við höfum engu að tapa. Manchester City eru meistarar og þeir eru að verja titilinn og okkur langar til að vinna hann. Í mínum augum þurfum við bara elta hann,“ sagði Pochettino. „Pressan verður meiri en hún kemur úr fjölmiðlum. Þeir elska að setja meiri pressu á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég er ekki að hugsa um hvað aðrir eru að segja. Ég vil bara vinna þá leiki sem eru framundan.“ „Við þurfum að njóta þess að vera á toppnum og vera mjög einbeittir. Sérstaklega hvernig við höfum unnið síðustu leiki þar sem við höfum ekki verið að spila vel en höfum náð í sigra.“"So far, we have been doing well but Man City are definitely not going away." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2019 „Það eru svo margir leikir eftir og þú getur ekki strax byrjað að hugsa um að vinna deildina. Það er ekki raunverulegt. Við ættum ekki að gera það og erum ekki að gera það en það er betra að vera í þessari stöðu en ekki,“ sagði Hollendingurinn. Man. City hefur tapað tveimur leikjum það sem af er leiktíðinni en varnarmaðurinn segist ekki horfa á leiki þeirra. Þó fái hann skilaboð ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim. „Ég horfi ekki á leikina hjá Manchester City en ég á fjölskyldu og vini sem senda mér skilaboð, sérstaklega eftir Wolves leikinn. Það er partur af lífinu en við lærðum frá síðustu leiktíð að við getum ekki verið að horfa á aðra. Hingað til höfum við gert vel en Man. City er ekki langt undan.“ „Hungrið að vinna titla er enn meira núna en það var áður en við unnum Meistaradeildina. Allir vilja upplifa það aftur. Þetta var svo frábært kvöld með allri uppbyggingunni sem hófst í leiknum gegn Barcelona á heimavelli,“ sagði Van Dijk. Leikur Man. United og Liverpool verður spilaður á Old Trafford á sunnudaginn en flautað verður til leiks klukkan 15.30. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, settist niður með fréttakonunni Laura Woods frá Sky Sports og ræddi við hana um forystu Liverpool í deildinni og stórleikinn gegn Man. United á sunnudaginn. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn á sunnudaginn en liðið hefur byrjað leiktíðina frábærlega og unnið alla átta leikina í deildinni það sem af er. Hollendingurinn segir þó að hann sjái pressuna meira á Manchester City sem ríkjandi meistara en fjölmiðlar séu á öðru máli. „Við höfum engu að tapa. Manchester City eru meistarar og þeir eru að verja titilinn og okkur langar til að vinna hann. Í mínum augum þurfum við bara elta hann,“ sagði Pochettino. „Pressan verður meiri en hún kemur úr fjölmiðlum. Þeir elska að setja meiri pressu á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég er ekki að hugsa um hvað aðrir eru að segja. Ég vil bara vinna þá leiki sem eru framundan.“ „Við þurfum að njóta þess að vera á toppnum og vera mjög einbeittir. Sérstaklega hvernig við höfum unnið síðustu leiki þar sem við höfum ekki verið að spila vel en höfum náð í sigra.“"So far, we have been doing well but Man City are definitely not going away." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2019 „Það eru svo margir leikir eftir og þú getur ekki strax byrjað að hugsa um að vinna deildina. Það er ekki raunverulegt. Við ættum ekki að gera það og erum ekki að gera það en það er betra að vera í þessari stöðu en ekki,“ sagði Hollendingurinn. Man. City hefur tapað tveimur leikjum það sem af er leiktíðinni en varnarmaðurinn segist ekki horfa á leiki þeirra. Þó fái hann skilaboð ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim. „Ég horfi ekki á leikina hjá Manchester City en ég á fjölskyldu og vini sem senda mér skilaboð, sérstaklega eftir Wolves leikinn. Það er partur af lífinu en við lærðum frá síðustu leiktíð að við getum ekki verið að horfa á aðra. Hingað til höfum við gert vel en Man. City er ekki langt undan.“ „Hungrið að vinna titla er enn meira núna en það var áður en við unnum Meistaradeildina. Allir vilja upplifa það aftur. Þetta var svo frábært kvöld með allri uppbyggingunni sem hófst í leiknum gegn Barcelona á heimavelli,“ sagði Van Dijk. Leikur Man. United og Liverpool verður spilaður á Old Trafford á sunnudaginn en flautað verður til leiks klukkan 15.30.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira