Glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna til að sleppa syni El Chapo Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 10:07 Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. EPA/LUIS GERARDO MAGANA Þungvopnaðir meðlimir glæpasamtaka umkringdu öryggissveitir í borginni Culiacan í Mexíkó í gær og tókst þeim að þvinga lögreglu til að sleppa syni glæpaforingjans El Chapo úr haldi. Gífurleg óreiða ríkti í borginni í gær og eitthvað fram á nótt. Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, sagði í sjónvarpsávarpi að skotið hafi verið á öryggissveitir frá tilteknu húsi í borginni. Þegar farið var inn í húsið fannst Ovidio Guzman þar, auk þriggja annarra manna, en hann er meðal annars sakaður um dreifingu fíkniefna í Bandaríkjunum. Guzman var handtekinn en lögregluþjónarnir og meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó þurftu þó að hörfa þegar þungvopnaðir glæpamenn gerðu árásir á þá. Á sama tíma gerðu aðrir árásir á lögregluþjóna og hermenn víða um borgina um hábjartan dag. Samkvæmt Reuters kveiktu þeir meðal annars í bílum og minnsti einni bensínstöð. Durazo sagði við Reuters að sú ákvörðun hefði verið tekna að hörfa frá húsinu og þá án Guzman, til að reyna að koma í veg fyrir frekari árásir og tryggja líf lögregluþjóna og hermanna. Það virðist þó ekki hafa heppnast fyllilega þar sem óreiðan stóð yfir langt fram á nótt og fjölda glæpamanna tókst að flýja fangelsi borgarinnar í óreiðunni.Glæpamenn tóku borgina yfir Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tók við stjórntaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Í samtali við LA Times segir Falko Ernst, sérfræðingur hjá samtökunum International Crisis Group, að óreiðan í Culiacan setji hættulegt fordæmi.„Skilaboðinu eru: Ríkisstjórn Mexíkó stjórnar ekki og það er hægt að kúga hana,“ sagði Ernst. Hann sagði þar að auki að viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu gífurlega mikilvæg þar sem hætt væri við að fleiri glæpasamtök grípi til sambærilegra aðgerða í framtíðinni.Hér má sjá samsett myndbönd úr færslum af samfélagsmiðlum. Mexíkó Tengdar fréttir Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Sjá meira
Þungvopnaðir meðlimir glæpasamtaka umkringdu öryggissveitir í borginni Culiacan í Mexíkó í gær og tókst þeim að þvinga lögreglu til að sleppa syni glæpaforingjans El Chapo úr haldi. Gífurleg óreiða ríkti í borginni í gær og eitthvað fram á nótt. Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, sagði í sjónvarpsávarpi að skotið hafi verið á öryggissveitir frá tilteknu húsi í borginni. Þegar farið var inn í húsið fannst Ovidio Guzman þar, auk þriggja annarra manna, en hann er meðal annars sakaður um dreifingu fíkniefna í Bandaríkjunum. Guzman var handtekinn en lögregluþjónarnir og meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó þurftu þó að hörfa þegar þungvopnaðir glæpamenn gerðu árásir á þá. Á sama tíma gerðu aðrir árásir á lögregluþjóna og hermenn víða um borgina um hábjartan dag. Samkvæmt Reuters kveiktu þeir meðal annars í bílum og minnsti einni bensínstöð. Durazo sagði við Reuters að sú ákvörðun hefði verið tekna að hörfa frá húsinu og þá án Guzman, til að reyna að koma í veg fyrir frekari árásir og tryggja líf lögregluþjóna og hermanna. Það virðist þó ekki hafa heppnast fyllilega þar sem óreiðan stóð yfir langt fram á nótt og fjölda glæpamanna tókst að flýja fangelsi borgarinnar í óreiðunni.Glæpamenn tóku borgina yfir Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tók við stjórntaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Í samtali við LA Times segir Falko Ernst, sérfræðingur hjá samtökunum International Crisis Group, að óreiðan í Culiacan setji hættulegt fordæmi.„Skilaboðinu eru: Ríkisstjórn Mexíkó stjórnar ekki og það er hægt að kúga hana,“ sagði Ernst. Hann sagði þar að auki að viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu gífurlega mikilvæg þar sem hætt væri við að fleiri glæpasamtök grípi til sambærilegra aðgerða í framtíðinni.Hér má sjá samsett myndbönd úr færslum af samfélagsmiðlum.
Mexíkó Tengdar fréttir Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Sjá meira
Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25