Svikabrigsl ganga milli Sjálfstæðismanna Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2019 11:36 Þolinmæði Hermanns gagnvart látlausum árásum Davíðs á Bjarna er á þrotum. Svo virðist sem slakt gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum að undanförnu sé að fara illa með taugakerfi þeirra sem stutt hafa flokkinn. Davíð Oddsson vitnar í forvera sinn í ritstjórastóli Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, í Staksteinum dagsins. Þar er enn til umræðu hin bágborna staða en báðir hafa þeir pönkast í forystu flokksins um hríð. „En niðurstaða allra þriggja [skoðanakannana] er gersamlega óviðunandi fyrir þennan 90 ára gamla flokk. Forystusveit flokksins hefur augljóslega tilhneigingu til að taka þessar niðurstöður ekki alvarlega.“Kannanir hverflyndar eins og kvensa Þeir Styrmir og Davíð telja að það gætu reynst örlagarík mistök að taka ekki mark á þessu því verði niðurstaða kosninga á svipuðum nótum mun þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækka enn og líkur á endurheimtum meirihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur nánast engar. Valhöll verði að taka þetta mál alvarlega.Úr Staksteinum dagsins. Stílbrögð Davíðs leyna sér hvergi.Davíð er líkur sjálfum sér í sínum stílbrögðum og líkingarmáli bendir á að þetta sé sjálfsagt rétt ábending.„En hitt er líka vitað að kannanir eru hverflyndar eins kvensan fræga. Og svo er kannski brýnna að viðurkenna vandann en að velta honum fyrir sér.“ Styrmir telur að bregðast verði við þessari stöðu og það megi gera með ítarlegri könnun á því hvað veldur því að flokkurinn hefur misst svo mjög traust kjósenda. Í ljósi slíkrar ítarlegrar könnunar fer bezt á því að ræða svo málið fyrir opnum tjöldum.Davíð telur vert að ræða skelfilega stöðu flokksins í skoðanakönnunum fyrir opnum tjöldum en fylgi hans er nú aðeins helmingur miðað við hvað var á velmektarárum Davíðs.Ljóst er að þeim Styrmi og Davíð þykir sem Bjarni Benediktsson formaður flokksins fljóti sofandi að feigðarósi sem svo fer þversum í margan flokkshollan Sjálfstæðismanninn.Móðgaður fyrir hönd Bjarna Hermann Guðmundsson stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar formanns flokksins móðgast fyrir hönd síns manns og telur þarna sá höggva er hlífa skyldi: „Þetta hlýtur að teljast gott grín inn í helgina,“ segir Hermann, segir að á sama tíma og annar fyrrum formaður og varaformaður stofna flokk Evrópusinna og taka með sér marga flokksmenn sem sumir hverjir kosta útgerðina á Fréttablaðinu og Hringbraut „þá tekur Morgunblaðið upp það nýmæli að ráðast af miklu afli á þann stjórnmálaflokk sem hefur í áratugi verið það afl sem hefur rutt brautina fyrir atvinnulífið og bætt lífskjör.“Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, er orðinn hundleiður á stöðugum árásum Davíðs á Bjarna.Hermann bendir á það hið sama og Páll Magnússon þingmaður hefur áður sagt, til að mynda í Silfri Ríkissjónvarpsins síðasta sunnudag, að flokkurinn sé í fordæmalausri stöðu. Að honum er sótt bæði frá hægri, sem er þá Miðflokkurinn en Davíð Oddsson hefur í sínum skrifum staðið honum nær en Sjálfstæðisflokkum til að mynda í Orkupakkamálinu og svo frá vinstri þar sem fyrrverandi formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson og fyrrverandi varaformaður sem er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fara fyrir Viðreisn. Staðan sé því þröng og flókin.Telur Moggamenn mega líta í eigin barm Hermann er augljóslega svekktur fyrir hönd flokksins og Bjarna. Hann telur að það færi Davíð betur að muna hvernig það er að standa í stafni stórs stjórnmálaflokks „þegar samherjar svíkja lit hver um annan þveran af eigin þrjósku, eigin metnaði eða hreinni óvild. Nóg er af slíkum dæmum.“ Hermann telur að eigendur Morgunblaðsins gætu svo sannarlega litið í eigin barm „og spurt sig afhverju þessi fjölmiðill dali hraðar en Sjálfstæðisflokkurinn og af hverju hægri menn finni ekki lengur hugsjónum sínum stað í blaðinu nema þá daga þegar Óli Björn Kárason ritar þar greinar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Davíð uppnefnir Þorgerði kóngsdóttur í Klofningi Davíð Oddsson í miklu stuði í sínum nýjasta leiðara og uppnefnir fólk og fyrirbæri vinstri hægri. 4. júlí 2019 10:50 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Svo virðist sem slakt gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum að undanförnu sé að fara illa með taugakerfi þeirra sem stutt hafa flokkinn. Davíð Oddsson vitnar í forvera sinn í ritstjórastóli Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, í Staksteinum dagsins. Þar er enn til umræðu hin bágborna staða en báðir hafa þeir pönkast í forystu flokksins um hríð. „En niðurstaða allra þriggja [skoðanakannana] er gersamlega óviðunandi fyrir þennan 90 ára gamla flokk. Forystusveit flokksins hefur augljóslega tilhneigingu til að taka þessar niðurstöður ekki alvarlega.“Kannanir hverflyndar eins og kvensa Þeir Styrmir og Davíð telja að það gætu reynst örlagarík mistök að taka ekki mark á þessu því verði niðurstaða kosninga á svipuðum nótum mun þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækka enn og líkur á endurheimtum meirihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur nánast engar. Valhöll verði að taka þetta mál alvarlega.Úr Staksteinum dagsins. Stílbrögð Davíðs leyna sér hvergi.Davíð er líkur sjálfum sér í sínum stílbrögðum og líkingarmáli bendir á að þetta sé sjálfsagt rétt ábending.„En hitt er líka vitað að kannanir eru hverflyndar eins kvensan fræga. Og svo er kannski brýnna að viðurkenna vandann en að velta honum fyrir sér.“ Styrmir telur að bregðast verði við þessari stöðu og það megi gera með ítarlegri könnun á því hvað veldur því að flokkurinn hefur misst svo mjög traust kjósenda. Í ljósi slíkrar ítarlegrar könnunar fer bezt á því að ræða svo málið fyrir opnum tjöldum.Davíð telur vert að ræða skelfilega stöðu flokksins í skoðanakönnunum fyrir opnum tjöldum en fylgi hans er nú aðeins helmingur miðað við hvað var á velmektarárum Davíðs.Ljóst er að þeim Styrmi og Davíð þykir sem Bjarni Benediktsson formaður flokksins fljóti sofandi að feigðarósi sem svo fer þversum í margan flokkshollan Sjálfstæðismanninn.Móðgaður fyrir hönd Bjarna Hermann Guðmundsson stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar formanns flokksins móðgast fyrir hönd síns manns og telur þarna sá höggva er hlífa skyldi: „Þetta hlýtur að teljast gott grín inn í helgina,“ segir Hermann, segir að á sama tíma og annar fyrrum formaður og varaformaður stofna flokk Evrópusinna og taka með sér marga flokksmenn sem sumir hverjir kosta útgerðina á Fréttablaðinu og Hringbraut „þá tekur Morgunblaðið upp það nýmæli að ráðast af miklu afli á þann stjórnmálaflokk sem hefur í áratugi verið það afl sem hefur rutt brautina fyrir atvinnulífið og bætt lífskjör.“Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, er orðinn hundleiður á stöðugum árásum Davíðs á Bjarna.Hermann bendir á það hið sama og Páll Magnússon þingmaður hefur áður sagt, til að mynda í Silfri Ríkissjónvarpsins síðasta sunnudag, að flokkurinn sé í fordæmalausri stöðu. Að honum er sótt bæði frá hægri, sem er þá Miðflokkurinn en Davíð Oddsson hefur í sínum skrifum staðið honum nær en Sjálfstæðisflokkum til að mynda í Orkupakkamálinu og svo frá vinstri þar sem fyrrverandi formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson og fyrrverandi varaformaður sem er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fara fyrir Viðreisn. Staðan sé því þröng og flókin.Telur Moggamenn mega líta í eigin barm Hermann er augljóslega svekktur fyrir hönd flokksins og Bjarna. Hann telur að það færi Davíð betur að muna hvernig það er að standa í stafni stórs stjórnmálaflokks „þegar samherjar svíkja lit hver um annan þveran af eigin þrjósku, eigin metnaði eða hreinni óvild. Nóg er af slíkum dæmum.“ Hermann telur að eigendur Morgunblaðsins gætu svo sannarlega litið í eigin barm „og spurt sig afhverju þessi fjölmiðill dali hraðar en Sjálfstæðisflokkurinn og af hverju hægri menn finni ekki lengur hugsjónum sínum stað í blaðinu nema þá daga þegar Óli Björn Kárason ritar þar greinar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Davíð uppnefnir Þorgerði kóngsdóttur í Klofningi Davíð Oddsson í miklu stuði í sínum nýjasta leiðara og uppnefnir fólk og fyrirbæri vinstri hægri. 4. júlí 2019 10:50 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Davíð uppnefnir Þorgerði kóngsdóttur í Klofningi Davíð Oddsson í miklu stuði í sínum nýjasta leiðara og uppnefnir fólk og fyrirbæri vinstri hægri. 4. júlí 2019 10:50
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32