Íslenski boltinn

Páll Viðar tekinn við Þórsurum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Við undirskriftina í dag
Við undirskriftina í dag mynd/þór

Páll Viðar Gíslason mun stýra liði Þórs í Inkasso deild karla næsta sumar en hann var ráðinn þjálfari Þórsara í dag.

Páll Viðar gerir þriggja ára samning við sitt gamla félag, en hann átti farsælan feril að baki með Þór bæði sem leikmaður og þjálfari.

Hann hefur á síðustu árum þjálfað Völsung á Húsavík og Magna frá Grenivík.

„Ráðning Páls Viðars er hluti af þeirri stefnu Þórs að líta meira inn á við, ekki síst í svona málum enda njóta Þórsarar þeirra forréttinda að eiga margt hæfileikaríkt fólk innan félagsins,“ segir í tilkynningu félagsins.

Þór endaði í sjötta sæti Inkasso deidlarinnar í sumar með 34 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.